Þá er hver blíður er hann biður.
Þá er landmaður í veði, ef eyjamaður bregst.
Þá verður eik að fága er undir skal búa.
Þagmælska er þarfleg eign.
Þangað kemur kaka, sem koma vill.
Þangað kemur kötturinn sem honum er klórað.
Þangað veltur hvað sem vera vill
Þann er gott að fræða, sem sjálfur vill læra.
Þann er hægt að lokka sem sjálfur vill dansa.
Þann er hægt að verja sem enginn vill berja.
Þann gamla skal virða, þeim unga skal kenna.
Þar sem er reykur, þar er eldur.
Latína: Vbi fumus, ibi ignis
Þar sem er vilji, þar er vegur.
Þar sem höggormurinn er, finnst líka gull.
Þar sem kærleikurinn hefur fastar rætur, lætur guð rósina spretta.
Þar sem sól er, þar er einnig skuggi.
Þar sem vínið fer inn, sleppur skynsemin út.
Þar sem æruna vantar er sú aumasta fátækt.
Þar æpir hvert stráið til annars, sem þunnskipað er.
Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin.
Það á hver hann á.
Það alversta fær mann til að gleyma því versta.
Það dansar enginn við sjálfan sig.
Það er aldrei of seint að bæta ráð sitt.
Það er aldrei um seinann að vera góður.
Það er annað að vilja, annað að kunna.
Það er annaðhvort sterkur maður eða heimskingi sem segir sannleikann.
Það er betra að forðast beituna en snúast í snörunni.
Það er betra að lifa ríkulega en deyja ríkur.
Það er betra að skilja lítið en misskilja mikið.
Það er dapurt hjarta sem aldrei gleðst.
Það er ekkert lyf til lækningar á hatri.
Það er ekki glæpur að skipta um skoðun.
Það er ekki gnægð réttann heldur glaðværð gestanna, sem gerir veisluna góða.
Það er ekki sopið kálið þótt í ausuna sé komið.
Það er enginn sætleiki í tvísoðnu káli
Það er fullt af fólki í heiminum sem eyðir svo miklum tíma í að hugsa um heilsuna að það hefur ekki tíma til að njóta hennar.
Það er illt að vera bæði ger og matvandur.
Það er krummanna að kroppa út augun.
Það er litið sem hundstungan finnur ekki.
Það er margt í búri etandi, er ekki er á borð berandi.
Það er sama hvaðan gott kemur.
Það er seint að segja amen, þegar allir djáknarnir eru þagnaðir.
Það er skammgóður vermir að pissa í skó sinn.
Það er spáð, er spakir mæla.
Það er tímaspillir að vonskast yfir þeim tíma sem búið er að spilla.
Það er tíminn en ekki greiðan sem gerir menn sköllótta.
Merkir: Menn verða sköllóttir með aldrinum, en ekki af því að greiða hár sitt.
Það er tungunni tamest, sem er hjartanu kærast.
Það er vinur sem vel í vanda reynist.
Það er viska að trúa hjartanu.
Það er vissast sem í hendinni er.
Það eru ekki allt góðir kokkar sem langar hafa sleddurinar.
Það eru ekki allt hrafnar sem krókinn hafa á nefinu.
Það fer að harðna á þegar hver hrafninn kroppar augun úr öðrum.
Það finnur hver sem um er hugað.
Það fór góður biti í hundskjaft.
Það fréttist fljótast, sem í frásögn er ljótast
Það gagnast þér sjálfum sem þú gerir öðrum gott.
Það gerir góður oft sem gikkur lastar.
Það gerir hvern góðan að geyma vel sitt.
Það grætur enginn það gull sem hann ekki átti.
Það hefur allt gagn sem guð vill.
Það hvort svartur köttur boðar ógæfu eða ekki fer eftir því hvort þú ert maður eða mús.
Þýskir málshættir
Það kostar klof að ríða röftum.
Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.
Það má hver eiga sem hann á.
Það munar ekki um einn kepp í sláturtíðinni.
Það sem bítur einn banar öðrum.
Skoskur málsháttur. Enska: What baites one, banes another.
Það sem einn veit, veit enginn. Það sem tveir vita, vita allir.
Það sem hægt er að gera hvenær sem er mun aldrei vera gert.
Skoskur málsháttur. Enska: What may be done at any time will be done at no time.
Það sem kemur úr munni þínum fer inn um eyru annarra.
Það sem þrítugur getur gerir fertugur betur.
Það sjá augun síst, sem nefinu er næst.
Það skal vanda sem lengi á að standa
Það verður aldrei eftir haft sem aldrei var talað.
Það verður að spara, sem lengi á að vara.
Það verður ekki feigum forðað né ófeigum í hel komið.
Það verður enginn smiður í fyrsta sinn.
Það verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður.
Það verður hverjum að list sem hann leikur.
Það verður hverjum list sem hann leikur.
Það verður mörgum hann varast helst
Það verður sjaldan búdrjúgt, sem margar eru matseljurnar.
Það viðrar skemmst sem fyrst viðrar á tunglinu.
Það ætlar enginn öðrum sem hann hefur ekki sjálfur.
Það þarf hugrakkann mann til að játa sig hugdeigan.
Það þarf sterk bein til að þola góða daga.
Það þarft sterk bein til að þola góða daga.
Þaðan er góðs von sem gott er fyrir.
Þegar á tekur, taka sumir á.
Þegar ein báran rís, er önnur vís.
Þegar ein kýrin pissar, er annarri mál.
Þegar einn hjálpar öðrum þá eru báðir sterkir.
Þegar gamall hundur geltir gefur hann ráð.
Þegar hjartað er illt eru undabrögðin mörg.
Þegar hjartað er viljugt finnur það þúsund leiðir, þegar hjartað er tregt finnur það þúsund undabrögð.
Þegar hvor höndin þvær hinar verða báðar hreinar.
Þegar lygi og sannleikur koma saman er lygin glötuð.
Þegar matarlystin skipar fyrir, borgar vasinn.
Þegar mótlæti hittir lítinn mann versnar það.
Þegar peninginn vantar þykir allt vanta.
Þegar sannleikurinn sefur vakir lygin.
Þegar skógurinn er felldur, leggja aparnir á flótta.
Þegar slökkt er á kertum, eru allar konur fagrar.
Þegar þú átt ekki nema tvo skildinga skaltu kaupa brauðhleif fyrir annan og lilju fyrir hinn
Kínverskt.
Þeim leiðist sízt sem sefur.
Þeir eru góðir sem eru í burtu.
Skoskur málsháttur. Enska: They are good that are away.
Þeir eru ríkir sem eiga vini.
Þeir fá byr sem bíða.
Þeir fá sem fyrstir koma.
Þeir fiska sem róa.
Þeir mega hafa fatta fætur, sem fallegar eiga dætur.
Þeir öfundsjúku deyja en öfundin aldrei.
Þeir segja mest frá Ólafi konungi sem hvorki hafa heyrt hann né séð.
Þeir segja til vegarins er næstir búa
Þeir sem hafa misst kjarkinn vinna aldrei til verðlauna.
Þeir sletta skyrinu sem eiga það.
Þekkist sérhver af sínum verkum.
Þess minnast fingur, sem forðum unnu.
Þetta er ungt og leikur sér.
Þiggðu ekki ráð af fólki sem þykist hafa reynslu.
Þín eigin gömlu föt eru betri en ný föt annarra.
Þjóð veit ef þrír vita.
Þjóð veit þá þrír vita.
Þó að landið sé fullt af kunningjum á maður aðeins fáa raunverulega vini.
Þó að þú verður öreigi, ertu jafngóður eftir sem áður.
Þögn er betri en þarflaus ræða.
Þögn er gulls ígildi.
Á ensku: "Silence is golden."
Þögn er vissari en sögn, þegar óvinir okkar heyra til.
Þögnina lærir maður jafnan af þeim sem eru málgefnir.
Þögull skyldi beggja vin og báðum trúa.
Þolinmæði þrautir vinnur allar.
Þolinmæðin er beisk, en ávextir hennar sætir.
Þótt maðurinn nái því ekki að lifa í hundrað ár hefur hann jafnmiklar áhyggjur og hann ætti að lifa í þúsund ár.
Kínverskt
Þrætugjörn kona er sem sífelldur leki.
Þú stekkur ekki lengra en þú hugsar.
Þú þarft að vera dýrlingur til að dæma og fordæma aðra.
Þungt er þegjandi böl.
Þungur er þegjandi róður.
Þunnt er móður eyrað.
Þunnt er það blóð sem ekki er þykkra en vatn.
Því er að venjast sem vera skal
Því er illa sóað sem of vel er geymt.
Því fastar sem þú stendur á stolti þínu, þeim mun sárara þegar það brotnar.
Þyrnar og rósir vaxa á sama tré.
Þyrpast hrafnar að hræjum.
Þægt barn fær gott atlæti.