Gallaður demantur er betri en gallalaust blágrýti.
Gamla hrafna gerir ei eitt hregg hvíta.
Genginn er sá dagur, þá geitin var feit.
Gerirðu þig að sauð, þá eltir þig úlfurinn.
Gerðu það í dag sem þig langar að fresta til morguns.
Gestur gerir sig margur að greifa.
Geti bóndinn ekki synt er sundskýlunni um að kenna.
Þýskur málsháttur.
Geðspeki er gulli betri.
Gifting í dag, skírn á morgun.
Gjafmildi gagnast öllum.
Gjörn er hönd á venju
Gleymdu þeirri hjálp sem þú hefur veitt, minnstu þess þakklætis sem þér hefur hlotnast.
Gleymt er þá gleypt er.
Gleymt hefur kýr að kálfur verið hefur.
Gleðin endist í sjö daga, sorgin endist ævilangt.
Gleðst ei af gæfuleysi náunga þíns, þitt eigið kann að vera í nánd.
Glöggt er gests augað.
Göfugur maður þekkist þó hann sé í fábrotnum fötum.
Gömul ósköp grát ei nýjum tárum.
Gott atlæti er gjöfum betra.
Gott barn kveður góða vísu.
Gott eiga þeir sem gleyma.
Gott er að elda gömlum við.
Gott er að hafa mikinn mat og marga helgidaga.
Gott er að hugsa á mettan maga.
Gott er að telja peninga úr pyngju annars.
Gott er að vera gamall og muna margt.
Gott er að vera í góðum hóp og gerast honum líkur.
Gott er að vera við góða sáttur.
Gott er góðs að njóta.
Gott er góðum að þjóna.
Gott er heilum vagni heim að aka
Gott er heilum vagni heim að aka.
Gott er hjá þeim að sofa sem hægt er hjá að vakna.
Gott kemur aldin af góðum viði.
Góð hirða er hálf gjöf.
Góð íþrótt er gulli betri.
Góð kona er gulli betri.
Góð orð finna góðan samastað.
Góð samviska er besta svefnmeðal í heimi.
Góð samviska er betri en hundrað vitni.
Góð vísa er aldrei of oft kveðin.
Góð vopn eru orustan hálf.
Góðan varnig vantar sjaldan kaupanda.
Góðgirni fæðir af sér góðgirni.
Góðgjarnir menn eru eins og listamenn hvorutveggja geta framleitt hreina tóna úr lélegum hljóðfærum.
Góðum foringja er gott að fylgja.
Góður á jafnan góðs von.
Góður aldur er betri en ill æska.
Góður er jafnan góðs von.
Góður gagnrýnandi, lélegur verkmaður.
Góður hani galar í hvaða hænsnahúsi sem er.
Góður matur lengir lífið.
Góður orðstír kemur smám saman en íllur er auðfenginn.
Góður orðstír kemur smám saman, illur orðstír er fljótfenginn.
Góður ræðumaður getur ekki borið sig saman við góðan hlustanda.
Góður vilji ekur þungu hlassi heim.
Góður vilji er gulli betri.
Góður vilji styttir leiðina.
Góður þegn þarfnast ekki forfeðra sinna.
Táknar: Í gamla daga töldu menn upp kosti forfeðra sinna til þess að varpa ljóma á eigið ágæti. Segjum sem svo, að eg vilji státa af hreysti minni, þá rek eg ætt mína til einhvers, sem er löngu kunnur af hreysti.
Greindur nærri getur, reyndur veit betur.
Greiðfær er glötunarleiðin.
Grísir gjalda, gömul svín valda.
Græddur er geymdur eyri.
Gull er gull, hver sem á því heldur.
Gull hlær að heimskum.
Gulllykillinn gengur að hverjum lási.
Svipað á ensku: A golden key opens every door."
Guð borgar fyrir borðfiskinn.
Guð borgar fyrir hrafninn.
Guð býr í glöðu hjarta.
Guð fer ekki í manngreinarálit.
Guð gaf mönnunum tvö eyru og einn munn svo að þeir hlusti meira og tali minna.
Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfur.
Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur.
Gæfa fylgir djörfum.
Gæfan fylgir góðri nennu.
Gæt að raun, fyrr en grunsemd vaknar.
Gætinn munnur getur sér lof.