Scroll down
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Maðurinn finnur það sem hann leitar að, og sá sem trúir á draug finnur draug.
En þú átt að muna, alla tilveruna að þetta land á þig.
Hvað tækir þú þér fyrir hendur ef þú vissir að þér gæti ekki mistekist?
Aðeins þeir sem þora að gera mikil mistök geta náð miklum árangri.
Stundin er alltaf rétt til að gera hið rétta.
En svo er ástin, eins og við vitum öll, eitthvað afl sem hrífur fólk og hrifsar og veltir því upp úr alls konar og skilar því stundum alblóðugu.
Í viðtali við Egil Helgason í Kiljunni - https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2024-11-20-madur-litur-ekki-alltaf-aedislega-vel-og-virdulega-ut-427407
Sannkveðið er söngurinn besti.
Glápa á eitthvað eins og tröll í heiðríkju.
Gera eitthvað fyrir opnum tjöldum.
Ágirnd vex með eyri hverjum.
Svipað á ensku: "The more you have, the more you want."
Allt er vænt sem vel er grænt.
Eitthvað kemur úr hörðustu átt.
Merkir að eitthvað kemur þaðan sem síst var von.
Fyrst er að vera maður, og svo er að vera þjóð. Við vitum öll, að frelsið lýtur órjúfandi lögmálum, og lög viljum við hafa, en eins fá og viturleg og unnt er. Slíkt er Íslendingseðlið.
Davíð Stefánsson (1963). „Hismið og kjarninn.“ Mælt mál. Bls. 134–144. Reykjavík: Helgafell. bls 143.
Að vera týnt og tröllum gefið.
Merkir að eitthvað sé týnt eða algerlega horfið.
Augun mín og augun þín, ó þá fögru steina! Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veizt hvað ég meina.
Hér má finna nokkrar afmæliskveðjur í kort.
Öll 5 stafa orð sem finnast í okkar orðalista. Nýtist í orðaleiknum Ordla.
Nokkur góð gullkorn