Brúðkaup málshættir og spakmæli

Málshættir og fleyg orð sem tengjast brúðkaupi.

Hér eru nokkrir málshættir og spakmæli sem tengjast brúðkaupi. 

Eiginmaður er sá sem stendur með þér í erfiðleikunum sem þú hefðir aldrei lent í ef þú hefðir ekki gifst honum.

Gifting í dag, skírn á morgun.

Mundu að gott hjónaband byggist á tvennu:
1) Að finna þá réttu.
2) Að vera sá rétti.


Sönn hamingja er að vera giftur besta vini sínum.

Hjónabandið er samábyrgð tveggja andlegra öreiga.
Þórbergur Þórðarson

Þegar ástfanginn er kvæntur sinni elskuðu , hættir hann smá saman að tilbiðja í henni sálina, vegna þess að hann er farinn að þekkja hana. Þess vegna eru flest hjónabönd tilbeiðslulausasta ásigkomulag í alheiminum.
Þórbergur Þórðarson

Ást er tvær samhljóma sálir og tvö hjörtu sem slá í takt.

Egóisti er maður sem heldur að kona giftist honum bara vegna hans.

Aldur grískra kvenna var talinn frá giftingu en ekki fæðingu.

Betra er að vera ógiftur en illa giftur.

Hinn fullkomni eiginmaður er sá sem kemur fram við konuna eins og glænýjan bíl.

Áður en konan giftist harmar hún, að ekki er neinn karl í lífi hennar; eftir giftinguna, að ekki er neitt líf í karli hennar.




By Adam

2021-10-02 20:46:50

Athugasemdir

0

Önnur blogg

Texti í fermingarkort
Texti í fermingarkort

Fermingarkveðjur og textar inn í fermingarkort.

5 stafa orð á íslensku
5 stafa orð á íslensku

Öll 5 stafa orð sem finnast í okkar orðalista. Nýtist í orðaleiknum Ordla.

Deila