Af góðum hug koma góð ráð.
Merkir: Það eru vinir manns, sem gefa bestu ráðin; góðar hugsanir leiða ætíð til góðs.
Af góðum hug koma góð verk.
Merkir: Ekkert verður vel gert, nema að baki liggi góð hugsun, velvild.
Af hreinu bergi kemur hreint vatn.
Af illum er ills von.
Af litlum neista verður oft mikið bál.
Merkir: Oft þarf ekki mikið til að koma af stað illdeilum.
Af máli má manninn þekkja.
Merkir: Oft má fara nærri um, hver manngerðin er, ef hlustað er á hvernig er talað.
Af nátturunni eru allir menn eins, en uppeldið gerir þá misjafna.
Merkir: Hér er því haldið fram, að uppeldið hafi meiri áhrif en erfðir.
Af nauðþurftinni sprettur trúarstyrkleikinn.
Merkir: Þeir, sem búa við erfiðleika, leita sér stuðnings í trúnni.
Af reiðskapnum má riddarann kenna.
Merkir: Reiðskapur: reiðtygi. Riddarar eiga fínni reiðtygi en aðrir og af því má þekkja þá.
Af sárri reynslu vitið vex.
Merkir: sár: sorglegur; menn verða hyggnir af dapurri reynslu.
Af tvennu illu skaltu hvorugt velja.
Af vondum lögum versna siðir.
Merkir: Illa samin lög stuðla ekki að bættri hegðun fólks.
Afbragð elska flestir.
Merkir: Afbragð: úrval. Flestir hafa dálæti á því besta.
Aflaðu þér vina meðan þú þarfnast þeirra ekki.
Merkir: Maður eignast ekki vini, ef maður ætlar sér bara að njóta góðs af þeim.
Afsleppt er álshaldið.
Aldraða láttu ofarlega sitja.
Merkir: berum virðingu fyrir eldra fólki.
Aldrei blessast ófrjálst brauð, þó ávaxtist.
Merkir: Ófrjálst brauð: illa fengið brauð, illa fenginn arður.
Aldrei er fangelsi fagurt né frelsi ljótt.
Aldrei er gott oflaunað.
Aldrei er góð visa of oft kveðin.
Merkir: Ekki sakar að minnast oft á góð ráð.
Aldrei er góðum liðsmanni ofaukið.
Aldrei er of seint gott að gjöra.
Aldrei er of seint tt að gera.
Aldrei er sá einn, sem nýtur samneytis góðra hugsana.
Aldrei er svo brot bætt, að betra sé eigi heilt.
Aldrei kemur góður dagur of snemma.
Aldrei skyldi seinn maður flýta sér.
Alla brestur eitthvað.
Allar gjafir þiggja laun.
Maður er skuldbundinn þeim, sem gerir manni gott.
Allflest munu eggin með freknum.
egg með freknum: doppótt egg; það er fá egg eru alveg hvít, fáir eru vammlausir (gallalausir).
Allir brosa á sama tungumáli.
Allir bræður mega eitt kál súpa.
Allir eldar brenna út um síðir.
Allir elli kjósa, engir fenginni hrósa.
Allir elska eitthvað.
Allir eru jafnsterkir á svellinu.
Allir eru ógiftir í verinu.
Allir eru skyldir sjálfum sér.
Allir eru vinir meðan vel gengur.
Allir fiskar eru með uggum.
Allir fuglar úr eggi skríða.
Allir hafa börn verið.
Allir hlutir eru svartir í myrkri.
Allir kunna ráð nema sá sem í voðanum stendur.
Allir menn eiga tvær ættir.
Allir renna blint í sjóinn.
Allir vegir liggja í tvær áttir.
Allir vilja lifa lengi en enginn vill verða gamall.
Allir þurfa hjálpar við.
Allra vinur er einskis vinur.
Alls staðar er sá nýtur, sem nokkuð kann.
Allt er betra en borðið bert.
Allt er fertugum fært.
Allt er fyrir vin sinn vel gerandi.
Allt er gott kjötkyns, sagði karlinn, og át kapalhildirnar.
kapalhild: fósturfylgja merar; kapall: meri, hryssa
Allt er gott við góðan að eiga.
Allt er gott þá endirinn er góður.
Allt er hreinum hreint.
Svipað á ensku: "Cleanliness is next to godliness." Bein þýðing: Hreinlæti gengur næst guðrækni.
Allt er í göngufæri hafi maður nægan tíma.
Allt er leyfilegt í ástum og stríði.
Allt er vænt sem vel er grænt.
Allt er það gott sem af korni kemur.
Allt fagurt er augum þekkt.
þekkur: geðfellt
Allt kemst þó hægt fari.
Allt má kaupa annað en tíma.
Allt sem kemur aftur fer.
Allt skal með varúð vinna.
Allt stórt skeður í kyrrþey.
Allt sýnist feigum fært.
Merkir að menn, sem hvort eð er eru feigir, láta ekkert aftra sér.
Allt tekur enda um síðir.
Allt ungviði leikur sér.
Allt verður einhvern veginn að vera.
Allt verður gæfumanni að láni.
Allt vill lagið hafa.
Allt þykir elskunni dáfrítt.
elska: sá, sem er elskaður -- Til er líka: oft er elskan amalynd
Allur er nýr varningurinn góður.
Allur er varinn góður
Altíð rennur vatn sem verið hefur
Alvara og gaman eiga illa saman.
Alvöru umbótarmenn bæta sjálfan sig.
Andartaks skortur á umburðarlyndi getur kostað ævilanga iðrun.
umburðarlyndi: jafnaðargeði; iðrun: eftirsjá
Annars byrgði er öðrum létt.
Annars byrði er öðrum létt.
Ansi verður aldrei hestur.
Armur (aumur) er stéttlaus maður.
Arta má vínber, ef vaxa skulu.
Arta: hlynna að, hirða um.
Asninn er auðþekktur á eyrunum.
Athugalaus maður gengur um skóginn án þess að sjá nokkurt tré.
Atlotin góð eru útlátum betri.
Augu húsbóndans gera meira en hendur hans.
Aumt er ástlaust líf.
Aumur er barnlaus bær.
Aumur er höfuðlaus her.
Aumur er iðjulaus maður.
Aumur er öfundslaus maður.
Auðginnt er barn í bernsku sinni.
Auðkenndur er asninn á eyrunum.
Auðlærð er ill danska.
Auðna ræður við hvers manns lífi.
Úr Hrólfs sögu.
Auðveldara er að segja "fjall" en klífa það.
Auðveldara er að tala en að segja eitthvað.
Auðvelt er að beygja líkamann, erfiðara er að beygja viljann.
Auðvelt þykir verk í annars hendi.
Auðþekkt er ástfóstrið.
Að geta þagað er ágæt íþrótt.
Merkir: íþrótt: færni, hæfni; það er góður eiginleiki að geta þagað.
Að heyra hundrað sinnum er ekki jafn gott og að sjá einu sinni.
Merkir: Það festist betur í minni að sjá hluti en heyra um þá.
Að hika er sama og að tapa.
Merkir: Gott er að vera snöggur að taka ákvörðun.
Að hjálpa manni ekki í neyð er að drepa hann í hjarta sínu.
Merkir: Það er lítilmannlegt að veita mönnum ekki hjálp í erfiðleikum.
Að kunna ekkert er engin skömm, en að vilja ekkert læra er skömm.
Að kveldi skal dag lofa.
Merkir: Sjá: Dag skal að kveldi lofa, mey að morgni
Að kvöldi skal ósáttum eyða.
Merkir: Menn eiga ekki að vera minnugir á misgerðir, heldur sættast.
Að lofa velgjörðir á bak er að fá þær í fyrir
Að skera vel út er betra en að sauma vel saman.
Skoskur málsháttur. Enska: Cutting out well is better than sewing up well.
Að stríða við sjálfan sig er erfiðast af öllu; að sigra sjálfan sig er sá fegursti sigur.
Merkir: Margir eiga erfitt með sjálfan sig; farsælast er að skilja sjálfan sig, bæði kosti og galla.
Að sýna þakklæti er að tryggja framtíð sína.
Merkir: Sá, sem kann að meta stuðning og vináttu annarra, eignast góða vini.
Að tala er að sá, að hlusta er að uppskera.
Merkir: Mikilsvægt er að tala við aðra, en ekki síður að hlusta á aðra; af því lærir maður, það er uppsker.
Að verja mistök er að endurtaka þau.
Merkir: Sá, sem afsakar eða réttlætir mistök, stuðlar að því, að þau verði gerð oftar.
Að vita allt er að vita ekkert.
Merkir: Sá sem þykist vita allt er heimskur.
Að þiggja greiða er að selja frelsi sitt.
Merkir: Sá, sem þiggur greiða af einhverjum er honum háður.
Að þora er að tapa fótfestunni um stund, að þora ekki er að tapa sjálfum sér.
Að því spyr veturinn, hvað sumarið aflar.
Merkir: Áður fyrr þurftu menn að lifa á því á veturna, sem þeir náðu að afla á sumrin.
Að þykir barninu, þá það grætur.
Merkir: Börn gráta ekki nema eitthvað sé að.
Aðeins þín hönd aflar þér þess sem þú vilt fá.
Merkir: Það er ekki hægt að treysta á, að aðrir menn afli viðurværis fyrir mann sjálfan.