Of margir kokkar spilla súpunni.
Of mikil hugsun fjötrar hendurnar.
Of snögg hlaup gera iðrunarkaup.
Svipað á ensku: "Learn to walk before you run." - Bein þýðing: Lærðu að ganga áður en þú hleypur.
Ofgefinn er illum heiður.
Oft batnar við beiskan drykk.
Oft dregur lofið háðið á halanum.
Oft er ánægjan synd og syndin ánægja.
Oft er blökk rót undir bjartri lilju.
Merkir: Börn verða oft föður- og móðurbetrungar.
Oft er böl í bústangi.
Oft er dyggð undir dökku hári.
Oft er flagð undir fögru skinni.
Oft er gott sem gamlir kveða.
Oft er í fögru herbergi ófríður húsbóndi.
Oft er í hofgörðum ótrútt brauð.
Oft er kám á kokks nefi.
Oft er kám á kokks nefni.
Oft er karlmanns hugur í konu brjósti.
Oft er karlmannshugur í konubrjósti.
Oft er kröggur í vetrarferð.
Oft er ljótur draumur fyrir litlu.
Oft er málsnjall miðlungi sannorður.
Oft er misjafn sauður í mörgu fé.
Oft er sjaldan stundum.
Oft er skjól undir skafli.
Oft er snotur seinn til svars.
Oft er stór kólfur í lítilli klukku.
Oft er tungutrúr tíðindafár.
Oft er veiðin sýnd, en ekki gefin
Oft er vont að velja vondan kost.
Oft er það gott sem gamlir kveða.
Oft eru augu innra manns spegill.
Oft fara saman skörp tunga og skýr hugsun.
Oft fer góður matur í hundskjaft.
Oft fer logn á undan stormi.
Oft fylgja sterk orð veikum röksemdum.
Oft gleður sá aðra sem glaður er.
Oft hefur ellin æskunnar not.
Oft hefur vinnulatur viljuga tungu.
Oft kemst sá í krappan dans sem ekki leitar fyrir sér.
Oft kemur góður þá getið er, svangur þá etið er og illur þá um er rætt.
Oft kemur grátur eftir skellihlátur.
Oft má að liði verða þó lítill sé.
Oft má lyf úr eitri brugga.
Oft má satt kyrrt liggja.
Oft rís bára af bröttum grunni
Oft skiljast góðir drykkir af dönsku keri.
Oft skiljast leiðir um síðir.
Á ensku: "The best of friends must part." - Bein þýðing: Hinir bestu vinir hljóta að fara hver sína leið.
Oft skoðar latur maður verk sitt.
Oft snýst góðum last í lof.
Oft vantar þann viljann sem efnin hefur nóg.
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.
Oft verða beinaspjöll á boðinu.
Oft verður af litlum neista stórt bál.
Oft verður galinn foli góður hestur.
Oft verður góður hestur úr göldnum fola.
Oft verður grátt úr gamni.
Oft verður hljótt eftir gamanið
Oft verður ofsað til vansa
Oft verður var um sig veiddur.
Oft verður vesall að manni.
Oft vex laukur af litlu.
Oft vinnst sigur í seinni ferð.
Oft vinnur sá sem undan lætur.
One who refuses to look ahead will remain behind.
Chinese proverb
Orð eru til alls fyrst.
Orða sinna á hver ráð.
Orðspor ills manns berst víða.