Valt er veraldar hjólið.
Valt er völubeinið
Vandfenginn er vinur í nauð.
Vandfenginn er vinur trúr.
Vandhitt er skjól í vandræðum
Vandi er velboðnu að neita.
Vandséð er veður að morgni.
Vandstillt eru vetrarlífin.
Vaninn gefur listina
Vantar það sem við skal eta.
Vargar etast þar til að halanum kemur og finna eigi fyrr.
Vegurinn að heiman er grýttur, vegurinn heim er sléttur.
Veikt og sterkt á varla saman
Veit refur refs æði.
Veita skal þeim er veldi hafa
Vektu ekki sofandi hund.
Vel notað líf er langt líf.
Veldur hver á heldur.
Verkin sýna merkin.
Svipað á ensku: "Deeds, not words." - Bein þýðing: Gerð, ekki orð.
Verkið ágætir manninn.
Verkið lofar meistarann.
Veröldin er viljadrúg.
Vertu alltaf smeykur, þá þarftu aldrei að verða mjög hræddur.
Vertu annað hvort maður eða mús.
Vertu ánægður í lifanda lífi því þú verður dauður lengi.
Skoskur málsháttur. Enska: Be happy while you're living, for you're a long time dead.
Vertu að, þá vinnst um síðir.
Vertu ekki hræddur við að vaxa hægt. Óttastu aðeins að standa kyrr.
Verður er verkamaðurinn launanna.
Verður hver það verða skal.
Verður það er varir og ekki varir.
Vesall er vatnsdauði
Vesall er vesölum verstur.
Vex vilji ef vel gengur.
Vík skyldi milli vina, fjörður milli frænda.
Viljanner að virða, þó vanti máttinn.
Viljinn dregur hálft hlass
Viljinn dregur hálft hlass.
Viljinn er hálft verk.
Vín inn, vit út.
Vín skal til vinar drekka.
Vindræg er væn krás.
Vindur er tornæmastur.
Vindur er veðra galli.
Vinfengin eru misjöfn.
Vínið er góður þjónn en vondur húsbóndi.
Vinna er lasta vörn.
Vinna verður hver það ætlað er.
Vinnan göfgar manninn.
Vinnan hressir hrellda lund.
Vinnukona er vinnukonu verri.
Vinnur hver það vanur er.
Vinum er vandi sannsöglum að vera.
Vinur er gjöf sem þú gefur sjálfum þér.
Vinur er sá annars er ills varnar.
Vinur er sá er til vamms segir.
Merkir: að vinur sé sá sem leyfir sér að benda á sem betur má fara.
Vís er sá sem víða fer.
Vit en ekki kraftar vinnur verkið.
Vits er þörf í vangæfu.
Vitur maður þarfnast ekki uppfræðslu, brýndu ekki hníf sem er beittur fyrir.
Við birtu skyldi í botn drekka.
Við skulum ekki vera að troða öðrum um tær, sagði haninn við hestinn.
Enskur málsháttur.
Við þurfum að gera eitthvað til að lifa, dauðinn kemur sjálfkrafa.
Víða er góðs manns getið.
Víða flýgur hrafn yfir grund.
Víða liggja vatnsgötur
Volaður verður sá ei vinna má.
Völt er veraldan blíðan.
Von tíðindi hafa vængi.
Svipað á ensku: "Bad news travel fast." - Bein þýðing: Slæmar fréttir berast fljótt.
Vond samviska sturlar manninn.
Vond tíðindi hafa vængi.
Vont er vana að kasta
Vont er vinalaust land.
Vörm er vina senna.
Votur er vindhali.