Háar eikur hafa hljóðglögg eyru.
Hafa skal ráð þó heimskur kenni.
Hafa skal það er sannara reynist.
Hafi sá dreggjar er saup af staupinu.
Hafir þú unnið gott verk þá leyndu því. Hafi þér verið gert gott þá segðu frá því.
Hafðu hægt um þig ef þér vegnar vel.
Hagnaður skaðar ekki.
Hagnýtni drýgir litla muni.
Hál eru útlendra orð.
Halda einhverju til haga.
Varðveita eitthvað - kindur eru rásgjarnar og áttu það til að fara úr haga sínum ef smali var ekki vel á verði.
Hálfnað er verk, þá hafið er.
Hálfu meira er að hirða en afla.
Hálfunnið verk skal hvorki lofa né lasta.
Haltu í þína gömlu vini, þeir nýju haldast ekki hjá þér.
Haltu því gamla en þekktu það nýja.
Halur er heima hver.
Merkir: Sérhver maður er húsbóndi á heimili sínu.
Hamingja er ein tegund hugrekkis.
Hamingjan er eins og sólargeisli sem hinn minnsti skuggi tekur fyrir, en óhamingjan er oft eins og vorregnið.
Kínverskt
Hamingjusamt hjónaband er hús sem reisa verður daglega.
Hamra skal járn meðan heitt er.
Hart er hrafns brjóstið.
Hart hrís gerir börnin vís.
Hátíð er til heilla best.
Hatri gleyma margir, en fáir fyrirlitningu.
Hátt geltir ragur rakki.
Háttprýði fylgi hefluðum orðum.
Háð er heimskra gaman.
Hefnd egnir til hefnda.
Heilsa er munaði betri.
Heilsan er fátækra manna fasteign.
Heim kemst sá sem hægt fer.
Heima er best að hvílast.
Heima er best.
Heima hjá sér er hundurinn ljón.
(Burushaski- Indland)
Heimska og hroki vaxa á sama tré.
Heimskinginn segir allt sem hann veit.
Heimskur maður er oft fljótur til að segja eitthvað án þess að hugsa það vandlega.
Heimskt er heimalið barn.
Heimskur er jafnan höfuðstór.
Heimurinn er eins og býflugnabú. Við komum öll inn um sömu dyr en búum í mismunandi hólfum.
Afrískur málsháttur.
Heimurinn er mikill kennari en skólagjöldin eru há.
Það getur verið dýrkeypt að hafna allri kennslu.
Heimurinn tilheyrir þeim þolinmóða.
Heit er sú ást, er í meinum býr.
Heiðradu hundinn vegna húsbónda hans.
Heldur eitt satt orð en hundrað falleg.
Helvíti er fullt af vanþakklátum.
Hendur þjálfa hugann.
Heppinn er sá, við hug sinn ræður.
Heppni heimsækir heimskingjann stundum en hún sest aldrei að hjá honum.
Hetja er sá sem gerir það sem hann getur.
Hin lengsta ferð byrjar með einu skrefi.
Hið feita vill ætíð upp fljóta.
Hjá reyndum manni er gott að gista.
Hjálp í tíma er tvöföld hjálp.
Hjólið sem ískrar mest, fær alla smurninguna.
Hjú sem herra, bú sem bóndi.
Svipað á ensku: "Like master, like man." - Bein þýðing: Starfsmaður tekur eftir húsbónda.
Hjúanna trú styrkir bóndans bú.
Hlátur er eins á öllum tungumálum.
Hljóður er hygginn maður.
Hlustaðu á hvað þau segja um aðra og þá veistu hvað þau segja um þig.
Hlustaðu hundrað sinnum, hugsaðu þúsund sinnum, talaðu einu sinni.
Hlustaðu hundrað sinnum. Hugsaðu þúsund sinnum. Talaðu einu sinni.
Tyrkneskur málsháttur
Hlæjandi barn er besta andlitsmynd ánægjunnar.
Hnífur þess freka er frystur í smjörið.
Hóf er best í hverjum leik.
Höfuð er stærst á hverjum hrút.
Höfuðið verður fótum falli að varna.
Hól gleður heimskan.
Hollt er heima hvað.
Hollur er heimabitinn.
Hollur er heimafenginn baggi.
Hollur granni er gulli betri.
Hrafnar fall ei á farihræ?
Hrafnar klekja út hröfnum.
Hræddur flýr þó enginn elti.
Hræddur flýr, þó enginn elti.
Huggun er manni mönnum að.
Hugleysingjann ber að óttast.
Hugsaðu ekki um hvernig þú eigir að sigra heldur hvernig þú eigir að komast hjá því að tapa.
Hugsaðu um allt sem þú sérð.
Hugur ræður hálfum sigri.
Hundar eru hyggnari en margar konur; þeir gelta ekki að húsbónda sínum.
Hundatungan græðir en kattartungan særir.
Hundstungan græðir en kattartungan særir.
Hundur bítur ekki med rófunni.
Hundur étur ekki hund.
Hundurinn er feitur en ekki góður til átu.
Hundurinn hefur góðan sið: Hann étur ekki ef honum er ekkert gefið.
Hundurinn stækkar og tennur hundsins stækka lika.
Hungur kennir höndum vinnu.
Hvað skal flot vit feitum sel.
Hvað ungur nemur gamall temur.
Hvenær er besti tíminn til þess aö gróöursetja tré? Fyrir fimmtíu árum. Hvenær er næstbesti tíminn? Núna.
Kínverskur málsháttur.
Hver á vin með óvinum.
Hver er sinnar gæfu smiður.
Hver er sínum gjöfum líkastur
Hver er sínum hnútum kunugastur.
Hver éti bjúga meðan heitt er.
Hver fær sína vöru selda
Hver hefur sína byrði að bera.
Hver hurð hefur sinn lykil.
Hver lax er mjóstur við sporðinn.
Hver lítið hefur, hann þó oft gefur.
Hver skarar eld að sinni köku.
Hver skelfiskinn vill éta hlýtur skelina að brjóta.
Merkir: Vilji menn öðlast eitthvað (fá), þurfa þeir að kosta einhverju til.
Hver velur sér vini eftir viti.
Hver vottar sína veru
Hvergi er jafn unaðssælt og við eigin arin.
Táknar í raun heima er bezt; manni líður hvergi betur en í eigin ranni (húsi)
Hvergi er ótrúr óttalaus.
Hverju beini verður að fylgja nokkuð.
Hvernig getur sá öðlast frið sem veldur öðrum sársauka.
Hvernig væri lífið ef við hefðum ekki kjark til að reyna neitt.
Hvert land bjargast við sín gæði.
Hvert sem höfuðið fer elta fæturnir.
Hvert vatn fellur til sinna æða
Hvert verk lofar sig sjálft.
Hvert vín hefur sinn smekk.
Hvorki er æskilegt of mikið tal né of mikil þögn, hvorki stöðug rigning né stöðugt sólskin.
Hygginn heyrir margt, hermir færra.
Hygginn maður talar ekki um hyggindi sín.
Maður á ekki að hrósa sér af vitsmunum sínum.
Hæfilátur hlýtur margra þökk.
Hæg eru heimatökin.
Hægara er að kenna heilræðin en halda þau.
Hægt er að skilja hálfkveðna vísu.
Hægt er lítinn graut að súpa.
Hætt er að geyma gull í glersjóði.