Á aflið treysta allflestir.
Á báðar hendur skal til barnanna líta.
Á bekk skal brúði festa.
Á eftir dimmum skýjum verður heiður himinn.
Á eftir flóði kemur fjara.
Á engum hrín óetið.
Á gólfi skyldi gott barn sitja.
Á haugnum er haninn frakkastur.
Á heimahaug er haninn frakkastur.
Á húsi og háu grasi er augnavegur en ekki fóta.
Á mann sem alltaf hrópar hlustar enginn.
Á misjöfnu þrífast börnin best.
Á morgun segir sá lati.
Á morgun, er viðkvæði þess lata.
viðkvæði: svar
Á skammri stund skipast veður í lofti.
skipast: breytast
Á sléttlendi heldur þúfan að hún sé fjall.
Á viðmóti má merkja manninn.
Á þvengjum læra hundar húðir að éta.
Áfengur drykkur er óminnisöl.
óminni: gleymska
Ágirnd vex með eyri hverjum.
Svipað á ensku: "The more you have, the more you want."
Ágætismaðurinn hugsar síðast um sjálfan sig.
Álnir hamla auðugum að flýja.
Álnir (fleirtala af alin): eignir (sbr. vera í álnum); hamla: aftra
Án heilsunnar er enginn ríkur.
Ánægja er auði betri.
Ánægjan er auði betri.
Árla skal rísa, sá gull vill í götu finna.
Til að verða ríkur þarf að fara snemma á fætur.
Árla skal verks vitja.
Ásakaðu aðra eins og þú myndir ásaka sjálfan þig, afsakaðu aðra eins og þú myndir afsaka sjálfan þig.
Ást er besta kryddið.
Ást er eigingirni tveggja.
Ást er laun ástar.
Ást er öllum hlutum kærari.
Ást hylur lýti.
Ástarhugar oftast saman rata.
Ástarhugir oftast saman rata.
Ástin er hvikul, hverful og svikul.
Ástin hefur augu í hnakkanum.
Átvakur þrífst, en fátækt fylgir lötum.
Átvögl grafa sér gröf með tönnunum.
átvagl: mathákur.
Ávallt loðir við kerald nokkuð.