Margur verður af aurum api.
Enginn eignast krónuna nema hirða eyrinn.
Gott er að telja peninga úr pyngju annars.
Ágirnd vex með eyri hverjum.
Þangað vill féð, sem féð er fyrir.
Betra er yndi en auður.
Þá held ég kóngurinn sé bara maður eins og ég; hann finnur af fjólu sama ilm og ég.
Tími er mikilvægari en peningar - þú getur eignast meiri pening - en þú getur aldrei eignast meiri tíma.
Peningar eru nytsamlegir, en kærleikurinn, athyglin og umhyggjan sem við berum fyrir öðrum er það sem mestu skiptir.