Ef allir væri jafnir, þá væri enginn bestur.
Ef ekki væri "ef" og "en" væru allir ánægðir.
Ef eldhús rýkur og kostur er í klefa, vantar ei vini.
Ef enginn stæði gegn mér gæti ég sigrað heiminn.
Ef fáfróður maður veit að hann er fáfróður, þá er hann ekki fáfróður.
Ef hundur yrði bænheyrður myndi rigna beinum.
Ef stendur í hverri lögbók.
Ef thu vilt biðja hund um eitthvað þá skaltu ávarpa hann "herra minn".
Ef tímanum er tapað er öllu tapað.
Ef tíminn er ekki með þér vertu þá með honum.
Ef þér líkar það góða sem þú sérð í öðrum gerðu það að þínu.
Ef þorpari kyssir þig skaltu telja tennurnar.
Málsháttur frá gyðingum.
Ef þú ferð ekki upp á fjallið færðu ekki útsýni yfir dalinn.
Ef þú getur ekki verið góður þá getur þú þó verið það besta sem þér er unnt að vera.
Ef þú hjálpar manni þá hjálpaðu honum til fulls. Ef þú bjargar manni þá bjargaðu honum til fulls.
Ef þú leitar eftir hjálparhönd, mundu þá eftir þinni.
Ef þú lætur alla troða á þér verður þú að gólfteppi.
Ef þú vilt ekki að neinn viti það, gerðu það þá ekki.
Ef þú vilt kynnast manni skaltu veita honum vald.
Eftir dauðann er of seint að iðrast.
Eftir höfðinu dansa limirnir.
Eftir vinnunni eru launin.
Eftir vinnunni fara launin.
Eftir vinnunni fara verkalaunin.
Eggið kennir hænunni að verpa.
Ei leyna augu, ef ann kona manni.
Eigi er mark að draumum.
úr Gunnlaugs sögu.
Eigi er sopið þó í ausuna sé komið.
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Eigi skyldi boga of langt toga.
Eigi veldur sá sem varar annan
Ein kynslóð sáir til trésins, önnur situr í skugga þess.
Kínverskt
Ein lygi bíður annarri heim.
Ein lygi hefur aðra í eftirdragi.
Ein stund kann að skemma alla ævi.
Ein svala gerir ekki vor.
Einhver drekkur óskilabikar.
Einhvern tíma brennir sá sig sem öll soð vill smakka.
Einhvern tíma brennir sig sá sem öll soð vill smakka.
Einn biti gerir annan lostætan.
Einn dagur framundan er þér betri en tíu ár að baki.
Einn er einmana saman.
Einn er litur allra kúa um nætur.
Einn er vegur allra inn í lífið og söm er leiðin út.
Einn munnur, tvö eyru. Hlustaðu því meira en þú talar.
Einn óréttur býður öðrum heim.
Einn veldur,annar geldur
Eins dauði annars brauð.
Eins og skrattinn úr sauðaleggnum.
Eins og þú heilsar öðrum ávarpa aðrir þig.
Eins skal aftur sá, þótt uppskeran hafi verið rýr.
Einstakt augnatillit ætti ekki að taka gilt sem vitni né leggja mikinn trúnað á þau ummæli sem mælt eru manni á bak.
Einu sinni verður allt fyrst.
Eitt barn er sem ekkert, tvö sem tíu.
Eitt er að gera, annað að vilja.
Eitt hik gerir margt strik.
Eitt orð í tíma er betra en tíu í ótíma.
Eitthvað mistekst þá margt er haft í takinu.
Ekkert er jafn víst og hið óvænta.
Ekkert er svo slæmt að það gæti ekki verið verra.
Ekkert er svo vel gert að ekki verði að því fundið.
Ekkert fyrnist fljótar en velgjörðir
Ekkert svar er líka svar.
Ekkert tré er skuggalaust.
Ekki er allt fyrir augunum, sem eta skal.
Ekki er allt gull sem glóir.
Ekki er alltaf einhlítt að þegja.
Ekki er ár í illum staðargraut.
Ekki er ást sú auðslitin, er ungir bundu.
Ekki er ein báran stök.
Ekki er firn í fíkjunni.
Ekki er fjandinn frændrækinn.
Ekki er fugl í höndum, þó fljúgi með ströndum.
Ekki er fuglinn fenginn þótt honum fyrir svipi.
Ekki er gaman nema gott sé.
Ekki er hamingjan herravönd.
Ekki er happi að hrósa fyrr en hlotið er.
Ekki er hollt að fá of oft vilja sínum framgengt.
Ekki er hundum helgidóm að bjóða.
Ekki er hægt að sjá við öllum leka.
Svipað á ensku: "It is no use crying over spilt milk." - Bein þýðing: Það er til lítils að gráta niður hellta mjólk.
Ekki er lengi varinn sagður
Ekki er lukkan lengi að snúa sér.
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Ekki er riðið þótt hnakkurinn sé kominn á bak.
Ekki er sama verkið eins virt fyrir öllum.
Ekki er sjórinn sekur, þótt syndi ei allir fuglar.
Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið.
Ekki er sú betri músin er læðist en hin er stekkur.
Ekki er svo fögur eik að hún fölni ekki um síðir.
Ekki er viljinn einhlítur
Ekki er ætíð aðfangadagskvöld.
Ekki er það einum bót, þó annar sé verri.
Ekki eru allar ástar í andliti fólgnar.
Ekki eru allar ferðir til fjár.
Ekki eru allar syndir guði að kenna.
Ekki eru allir vinir sem í eyrun hlæja.
Ekki eru vargar vinsælir
Ekki fara víkingar að lögum.
Ekki fretar mús eins og hestur, þó að rauf rifni.
Ekki ganga allir eftir sama vegi.
Ekki gerir einn þröstur vor.
Ekki giftast til fjár. Það er ódýrara að taka lán.
Skoskur málsháttur. Enska: Never marry for money. Ye'll borrow it cheaper.
Ekki hentar hungri dvöl.
Ekki hjálpar elli við heimsku.
Ekki leikur veröldin eins við alla.
Ekki má varast, nema viti
Ekki má vita hver gefur öðrum bita.
Ekki missir sá sem fyrst fær.
Ekki missir sá, sem fyrstur fær.
Ekki mun ótrúr lengi sér leyna.
Ekki neytir ljóss, þegar lýsir sól.
Ekki reiðist steðji stórhöggum.
Ekki skal ganga beint framan að góðhesti.
Ekki skal lofa meiru en hægt er að standa við.
Ekki vantar vini, meðan vel gengur
Ekki vantar það sem fengið er.
Ekki varast, nema vita
Ekki veldur sá er varir
Ekki verður bókvitið í askana látið.
Ekki verður það allt að regni sem rökkur í lofti.
Ekki verður þú helgur þó aðrir syndgi.
Ekki þarf að gefa bakarabarni brauð.
Ekki þarf að smjörga það flesk sem er nógu feitt.
Ekki þarf að verjast, ef enginn sækir á.
Ekki þarf nema einn gikk í hverri veiðiferð.
Eldmóðurinn kemur hjólum hugmyndaflugsins í gang.
Eldurinn brennir líkamann, en hatrið sálina.
Elli gefur engin grið.
Elskan dregur elsku að sér.
Elskað barn ber ævinlega mörg nöfn.
Danskur málsháttur
Engar fréttir eru góðar fréttir.
Engi er hrafn höggur annars augu út.
Engin er eik án kvista.
Engin er lukka án hrukku.
Engin er rós án þyrna.
Engin kona er svo reglusöm, að það sé ekki misskilningur af henni að vera stöðugt að skipa manninum að vera alltaf á sínum stað.
Engin kona verður skækja af eins manns völdum.
Engin lyf eru til handa þeim sem felur sjúkdóm sinn.
Engin nótt er svo löng að ekki komi dagur á eftir.
Enginn á sök á sönnum rógi.
Enginn dagur er til enda tryggur.
Enginn dettur lengra en til jarðar.
Enginn eignast krónuna nema hirða eyrinn.
Enginn er allheimskur ef þegja má.
Enginn er annars bróðir í leik.
Enginn er betri kennari en neyð og fátækt.
Enginn er eins blindur og sá sem ekki vill sjá.
Enginn er jafn skilningslaus og sá, sem kýs að sjá ekki hlutina.
Enginn er eyland.
Enginn er hærri þó hann hreykji sér.
Enginn er of gamall gott að læra.
Enginn er of góður sjálfum sér að þjóna.
Enginn er réttláttur meðan hann er reiður.
Enginn er spámaður í sínu föðurlandi.
Enginn er svo rammviltur, að ei rati í munninn
Enginn fitnar af fögrum orðum.
Enginn gefur sér gæfuna sjálfur.
Enginn gráhærður öldungur má bera byrði á strætinu.
Enginn hefur allt og engann vantar allt.
Enginn hefur sviða í annars sári.
Enginn hrafn klekur kjúklingum út.
Enginn kann sig í góðu veðri heiman að búa.
Enginn kann tveimur herrum að þjóna.
Enginn kann úr annars hálsi orð að kjósa.
Enginn kannar dýpt fljóts með báðum fótum
Enginn kannar dýpt fljóts með báðum fótum.
Afrískur málsháttur.
Enginn lifir svo öllum líki.
Enginn maður er alltaf vitur.
Enginn maður er svo mælskur, að honum segist vel nema hugur fylgi máli.
Enginn maður hræðist það sem hann sá vaxa úr grasi.
Enginn múr sé svo hár að asni klyfjaður gulli komist ekki yfir hann
Enginn sér við öllum rokum.
Enginn skyldi einn í sorgum sitja.
Enginn skyldi spyrja fiskinn um það, sem gerist á landi.
Enginn spegill er betri en gamall vinur.
Enginn talar gott orð við krumma.
Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.
Enginn veit hver ósoðna krás hlýtur.
Enginn verður af einum bita feitur.
Enginn verður eldri en gamall.
Enginn verður hvítari þó annan sverti.
Enginn verður óbarinn biskup.
Enginn vilji brennur í helju.
Enginn vinnur, nema vogi.
Engu spillir hægðin.
Engum er alls varnað
Engum er bót í annars böli.
Engum er lýti að því sem allir hafa.
Er á meðan er.
Even a blind squirrel finds an acorn now and then.
Eyrun þreytast hið sama oft að heyra.
Eyðist það er af er tekið.
Eyðist það sem af er tekið.
Eyðslukona er eldur í búi.