Öfund tærir herra sinn eins og ryð tærir járn.
Öfundin á sér enga frídaga.
Öfundin er árrisul.
Öl kætir, öl bætir.
Ölföng forðast fátæks göng.
Öll byrjun er erfið.
Öll él birtir upp um síðir.
Öll vötn renna til sjávar
Öllu gamin fylgir nokkur alvara.
Öllum kindum er eitthvað til annmarka.
Öllum trúa ekki er gott, engum hálfu verra.
Öngulsár fiskur forðast alla beitu.
Örlátur auðlaus er sem kappi vopnlaus.