If you don't learn from your mistakes, there's no sense making them.
If you must play, decide on three things at the start: the rules of the game, the stakes, and the quitting time.
Kínverskt máltæki
Illa byrjuðu verki miðar ekkert áfram.
Illa eldist sviplyndra vinátta.
Illa hefur sá sem ótrúan vin hefur.
Svarfdæla saga
Illir hrafnar eiga unga sér jafna.
Ills vegar er brautin best
Illt er að binda vináttu við illa ræmdan.
Illt er að eiga tungu sína í annarra höfði.
Illt er að eiga þræl að einkavin.
Grettis saga
Illt er að fá vagn þar allir vaka
Illt er að fljúgja fjaðralaus.
Illt er að ginna gamlan ref.
Illt er að leggja ást við þann sem enga kann í móti.
Illt er að reka svört svín í myrkri.
Illt er að sigra auðnumanninn.
Illt er í ætt gjarnast.
Illt er öðrum ólán sitt að kenna.
Illt er verkþjófur að vera.
Illt hefur Áka verið hann vildi ekki grautinn.
Illt vald verður sjaldan gamalt
Illum konum stýrir enginn rétt.
Illur á sér ills von.
Illur gleðsr af annars skaða.
Illur vani er því þrengri sem hann er lengri.
Innifastur er illur vani
Iðrunin kemur alltaf of seint.