Fáir kunna eitt barn að aga.
Fáir kunna eitt barn að eiga.
Fáir neita fyrstu bón.
Fáir njóta fólgins fjár.
Fáir verða feitir af fuglaveiðum.
Fall er farar heill.
Fall sakar þá minnst sem fljúga lægst.
Kínverskt
Fallið sakar þá minnst sem fljúga lægst.
Fangs er von af frekum úlfi.
Fár er vamma vanur.
Fár er verri þótt fátækur sé.
Svipað á ensku: "Poverty is no sin." - Fátækt er ekki synd.
Farðu varlega hjá vargétnum hesti
Fátt er reynslunni fróðara.
Svipað á ensku: "Experiemce is the mother of wisdom." Bein þýðing: Reynsla er móðir visku.
Fátt fer svo vel, að eigi megi betur fara.
Fátt hafa þeir til krása sem smjörið sleikja.
Fátt segir af einum.
Fátækt án skulda er sannur auður.
Fegursti eiginleiki konunnar er fórnfýsin.
Fer fiskisaga, flýgur hvalsaga.
Fíflinu skal á foraðið etja.
Fíflinu skal yfir foraðið vísa, en afglapa á ísa.
Fjandskapur er fljótkveiktur og seinslökktur.
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla.
Fleira er gaman en dansa og drekka.
Fleira má bíta en feita steik.
Fleira veit sá er fleira reynir.
Grettis saga
Fleira þarf í dansinn en fagra skó.
Fleira þarf í dansinn er fagra skó.
Fleiri eru góðir veiðidagar en veðurdagar
Fleiri hafa augu en ernir.
Flest amar fullum.
Flest er í neyðinni nýtandi.
Flest er svöngum sætt.
Flest er sætt á sjálfs búi.
Flest fer vænum vel.
Flest verður fróðum að kvæði.
Flest verður glöðum að gamni.
Flest verður nýtnum að notum.
Flest verður ókunnugum á vegi.
Flestir bregða vináttu, ef álanreytan er í húsi.
Flestu verður feginn fátækur í bráð.
Fljótt gleymist vetrarþraut.
Fljótt tekið, eyðist fljótt.
Flýtur á meðan ekki sekkur.
Fólk lifir ætíð hvert í annars skjóli.
Írskur málsháttur
Fólk telur ekki það sem það fær, heldur því sem því er neitað um.
Fölvar hel, þó frítt sé.
Forn synd gerir nýja.skömm.
Forsjálum dugir fyrirvarinn.
Fötin prýða manninn.
Fötin skapa manninn.
Fram og aftur er jafn langt.
Framkvæmd fylgir frami og gæfa.
Frelsi er fé betra.
Frestur er á illu bestur.
Frjáls er fjötralaus maður.
Málsháttur þessi vann önnur verðlaun í málsháttakeppni Bylgjunnar og Nóa-síríus páskana 2009. Höfundur hans er Sigurjón Andri Guðmundsson.
Frægð er fall.
Frændi er fastur eyrir.
Frændi er frænda verstur.
Fullir kunna flest ráð.
Fullt skal föntum bera.
Fullt skal frómum bera, þó skal borð á vera.
Fullt skal furstum bjóða.
Fullum er best að bjóða.
Fullur heitir föstu.
Fullur kann til flest ráð.
Fullur kroppur, heimskur haus.
Fullur veit eigi hvar svangur situr.
Fylgið peningunum.
Follow the Money - er fræg setning úr Watergate-málinu.
Fyllin er öllum óhæg.
Fyrir kænskuna fær hún kisa marga bráð.
Fyrir sannindum ávaninn að víkja
Fyrnist sorg þá frá líður
Fyrnist vinskapurinn sem fundir.
Fyrr er fullt en út af flói.
Fyrr er hagmæltur en höfuðskáld.
Fyrr er veitt en allt sé veitt
Fyrr lægir ljós en lokið er degi.
Fyrr má skilja en fulltalað sé.
Fyrra verkið vinnur hið seinna.
Fyrra verkið vinnur hið síðara.
Fyrst er vísirinn, svo er berið.
Fyrst fyrirhöfn, síðan hamingja.
Fæddu mig í ár, ég fæði þig að ári.
Færri mundu illt tala ef færri vildu heyra.