Æskuárin eru tími vináttunnar. Það sem eftir er ævinnar verða menn að láta sér nægja þann vinahóp sem þeim tókst að eignast á þeim gömlu góðu dögum.
Allra vinur er einskis vinur.
Sum vinátta er svikum næst.
Flestir bregða vináttu, ef álanreytan er í húsi.
Sá er vinur sem í raun reynist.
Fernt er gott í heimi hér: gamall viður í arineld, gamalt vín til að dreipa á, gamlar bækur að glugga í og gamlir vinir sem treysta má.
Góðar eru gjafir þínar, en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna.
Vinur í raun er sá sem þú getur hringt í klukkan 4 að nóttu.
Hin gullna regla vináttunnar: Hlustaðu á aðra á sama hátt og þú vilt að aðrir hlusti á þig.
Sönn vinátta er seinvaxinn gróður.
Vin sínum skal maður vinur vera og gjalda gjöf við gjöf. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft.
Vináttan veitir gleði og styrk. Að lifa í kærleika er mesta hamingja sem við fáum notið.
Ég sagði "Vináttan bindur sterkustu böndin hér í heimi" og ég hafði rétt fyrir mér, því hún bindur þau einu bönd sem heimurinn á til.