Æskuárin eru tími vináttunnar. Það sem eftir er ævinnar verða menn að láta sér nægja þann vinahóp sem þeim tókst að eignast á þeim gömlu góðu dögum.
Ekkert er betra en hvatning góðs vinar.
Vík skyldi milli vina, fjörður milli frænda.
Skal vinar í þörf neyta.
Besti vinur minn er sá sem þekkir galla mína en er samt vinur.
Enginn spegill er betri en gamall vinur.
Þeir eru ríkir sem eiga vini.
Vinur er gjöf sem þú gefur sjálfum þér.
Eina leiðin til að eignast vin er að vera það sjálfur.
Fernt er gott í heimi hér: gamall viður í arineld, gamalt vín til að dreipa á, gamlar bækur að glugga í og gamlir vinir sem treysta má.
Sannur vinur er sá sem gengur inn þegar aðrir ganga út.
Það er ekkert varið í ævintýri ef maður deilir þeim ekki með vinum.
Fágætur er góður vinur.
Ráðið til að eignast vin, er að vera vinur.
Þú verður að vera góður vinur... til að eiga góðan vin.
Að eignast vin tekur andartak... að vera vinur tekur alla ævi.
Vin sínum skal maður vinur vera og gjalda gjöf við gjöf. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft.
Þó að feli skúrir skin, skugga aukist valdið, meðan einn ég á mér vin áfram get ég haldið.
Vinur er sá er til vamms segir.
Tvisvar er sá feginn sem á steininn sest.
Illa hefur sá sem ótrúan vin hefur.
Illt er að eiga þræl að einkavin.
Veljið ykkur vini, eftir því hvort þeir vekja í ykkur betri eða verri mann. Í okkur öllum er löngun til að fara upp og jafnframt tilhneiging til að leita niður.