Ragur er sá sem við rassinn glímir.
Rammvillt er hamingjuhjólið.
Rass togar fastar en reipi.
Ráð skal fá hjá reyndum vin.
Ráðgjafi sem kann málshætti er fljótur að leysa úr vanda.
Reiddu þig ekki á hjálp frá öðrum.
Reiði er eins og rýtingur sem þú rekur í eigið hold.
Reiði er óhamingja.
Reynsla er ekki bundin árum, því ár má lifa á einni stundu.
Reynslan er vísindum fremri.
Reynsla manna getur reynst betur en tekist hefur að sanna með vísindum.
Róa verður first til hins næsta ness.
Rófulaus hundur getur ekki tjáð gleði sína.
Rótlaust tré stendur ekki stöðugt.
Ruddaskapur og dramb vaxa jafnan á sama trénu.
Rúsínan í pylsuendanum.
Ræðan er silfur, en þögnin gull.