Æ sér gjöf til gjalda
Sá sem gefur ætlast alltaf til einhvers í staðinn
Æ vill vatn til strandar
Æfingin skapar meistarann.
Æla þarf upp óheilnæmu.
Ærið þykir viðkvæm vá.
Æska er engin dyggð.
Æskan er rósabeður – ellin þyrnikóróna.
Æskan skal safna því ellin þarf eyða.
Æskunnar dáð ellinar ráð.
Ætíð vill valdið sinn vilja hafa.
Svipað á ensku: "Might is right." - Bein þýðing: Máttur er réttur.
Ætla skal borð fyir báru.