Maklegur hróður er engum of góður.
Málugir aðhafst minnst.
Man sauður hvar lamb gekk.
Merkir: að bernskuárin verða mönnum æ kærari með aldrinum.
Margan hefur flasið fellt.
Margan hefur veröldin villt.
Margan hendir það er minnst varir
Margar hendur vinna létt verk.
Margar hendur vinna verkið fljótt.
Margir fá góð ráð en gagnast ei.
Margir fæða heldur mýs en fátæka.
Margir kokkar gera graut sangan.
Margt býr í hug þótt maður þegi.
Margt býr í þokunni.
Margt er barna bölið.
Margt er grátt í graut etið.
Margt er hjóna hjalið.
Margt er sætt í dag, sem súrt er á morgun.
Margt er það í koti karls sem kóngs er ekki í ranni.
Margt er það í koti karls, sem kóngur er ekki í ranni.
Margt getur hent á langri leið.
Margt smátt gerir eitt stórt.
Margt verður annan veg en maðurinn ætlar.
Margur á orð í annars fari.
Margur berst á, sem ekkert á.
Margur brennir sig á þeim neista, sem ekki vermir.
Margur er knár þó hann sé smár.
Margur er linur, þó hann sé langur.
Margur er matselju bitinn.
Margur er mikill í orði, en minni á borði.
Margur er skáld, þótt hann ekki yrki.
Margur er varningur í sölumanns sekk
Margur er viðsjálsgripurinn.
Margur gerir ráð fyrir þeim degi sem aldrei kemur.
Margur gjörir verr en hann veit.
Margur hefur magann fyrir sinn guð.
Margur heldur mig sig.
Margur hikar þó hann sé ei hræddur.
Margur hreppir hryggð fyrir tryggð.
Margur hyggur auð í annars garði.
Margur kafnar undir nafni.
Margur leitar langt yfir skammt.
Margur seilist um hurð til lokunar.
Margur slökkviliðsmaðurinn er eldklár.
Margur veit hvað hann er, en ekki hvað hann verður.
Margur verður af aurum api.
Margur verður af kvóta kjáni.
Margur verður vís sem árla rís.
Margur villist þó vís þykist.
Margur villist, þó vís þykir.
Matháknum nægir aldrei nóg.
Mathákurinn fær aldrei nóg.
Matur er mannsins megin.
Matur gefur mælsku.
Maður blekkir ekki aðra, heldur sjálfan sig.
Maður segir við hundana: "Hlaupið og geltið" Þeir svöruðu: "Tvö störf i einu - kemur ekki til mála."
Maður sem ekkert nám stundar alla ævi sína er eins og maður sem ferðast um niðdimma nótt.
Maður sem er seinn til að lofa er líklegur til að standa við orð sín.
Maður veit oft hverju sleppir, en ekki hvað maður hreppir.
Meir hoppar krummi en hleypur.
Meira kveður að verkum en orðum.
Meira vinnur vit en strit.
Meiri blessun fylgir því að gefa en lána.
Meiri vandi er að gæta fengis fjár en afla.
Menn hlusta ekki á hund sem geltir i sífellu.
Menn hrasa ekki um fjöllin, heldur hundaþúfurnar.
Mennt er hyggnum hent.
Mér og mínum ungum, sagði krummi.
Mesta hamingjan felst í að vera maður sjálfur.
Mey skal að morgni lofa, en veður að kvöldi.
Með einum sviknum leik tapast allt taflið.
Kínverskt
Með lögum skal lag byggja, en með ólögum eyða.
Með óðagoti kemst enginn langt.
Með tómum höndum tekur enginn fálka.
Með því að framkvæma rétt gildi á hverjum degi þá færðu ekki endilega það sem þú vilt en þú verður alltaf sá sem þú vilt.
Meðal hinna tíu fingra eru bæði stuttir og langir.
Meðalhófið er marghæfast.
Meðan þeir vitru velta vöngum lifa heimskingjarnir lífinu.
Það er háttur margra heimskingja að göslast áfram í lífinu.
Mikil kurteisi móðgar engan.
Mikill draumur er fyrir litlu efni.
Mikið getur sá er vel vill.
Mikið kennir vaninn
Mikið prýðir hagvirk hönd.
Mikið vill meira.
Milt er móður hjarta.
Minkar eru bestu skinn.
Minnið málar fagra mynd.
Misfullir þrífast best.
Misjafnir eru blinds manns bitar.
Misjafnir eru manna dómar.
Mistök eru mannleg, einnig að fela þau.
Mjór er mikils vísir.
Mjúk er móður höndin.
Mjúk er móðurhöndin.
Mjúkt andsvar mildar reiði.
Mjúkur er meyjar nafli.
Mörg er búmanns raunin.
Mörg eru munngáts orð.
Mörgum flotar ein ár til lands.
Mörgum verður gætni að gagni.
Morgunstund gefur gull í mund.
Móðir dylur barnsins bresti.
Móðir er barni best.
Móðir er sú sem matinn gefur.
Myrkur leynir lýtum.
Svipað á ensku: "All cats are grey in the dark." - Bein þýðing: Í myrkri eru allir kettir gráir. Einnig: Þegar slökkt hefur verið á kertum, eru allar konur fagrar.
Mæli þarft eða þegi.
Úr Hávamálum
Mætur er fríðleikinn ef mannkostir fylgja.