Allir vilja lifa lengi en enginn vill verða gamall.
Það er tíminn en ekki greiðan sem gerir menn sköllótta.
Aldur grískra kvenna var talinn frá giftingu en ekki fæðingu.
Hversu gamall værir þú ef þú vissir ekki aldur þinn?
Við erum alltaf á sama aldri innra með okkur.
Miðaldra ertu þegar þú hefur hitt svo margt fólk að allir sem þú hittir í fyrsta skipti minna þig á einhvern annan.
Miðaldra: Tíminn þegar þú gerir allt til að þér líði betur, nema að hætta því sem veldur þér vanlíðan.
Sá hefur ekki lifað lengst sem flest hefur ár að baki, heldur hinn sem hefur fundið mest fyrir lífinu.
Það er skaði hversu stutt er milli þess að vera allt of ungur og allt of gamall.
Öll hjón hljóta að eiga þá von að eldast saman og annast hvort annað, um leið og þau rifja upp gamlar minningar.
Því betur sem ég kynnist heiminum því eldri verð ég.
Allt er fertugum fært.
You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred.
Be humble, be good, just be a caring, loving person.
Það sem þrítugur getur gerir fertugur betur.
Count your life by smiles, not tears. Count your age by friends, not years.
Hrukkurnar eiga bara að sýna hvar áður var bros.