Val en ekki tilviljun ákveður mannleg örlög.
Vanþekking á lögum er ekki afsökun.
Latína: Ignorantia legis non excusat
Veldu þér lífsförunauta af kostgæfni. Á þessari einu ákvörðun velta 90 hundraðshlutar af hamingju þinni eða vansæld.
Velgengni er hugarástand. Viljirðu öðlast farsæld skaltu fyrst álíta sjálfan þig sem farsælan einstakling.
Vér steypum kerti til þess að tendra ljós, lesum bækur til þess að afla oss þekkingar. Ljóssins leitum vér til þess að upplýsa dimmt herbergi, þekkingarinnar til þess að upplýsa hjörtu vor.
Vertu auðmjúkur því verstu hlutir heimsins eru úr sama efni og þú, sýndu sjálfstraust því stjörnurnar eru úr sama efni og þú.
Vertu hógvær. Heilmikið var komið í verk áður en þú fæddist.
Vertu óhræddur við að fara út á ystu greinina. Þar bíður ávöxturinn.
Vertu til staðar þegar fólk þarf á þér að halda.
Verut alúðlegur við aðra og þeir verða alúðlegir við þig.
Verðmæti viskunnar er ofar rúbínum.
Gamla testamentið.
Viljir þú verða vitur sestu þá niður og hlustaðu.
Afrískt orðtak.
Vin sínum skal maður vinur vera og gjalda gjöf við gjöf. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft.
Hávamál
Vinátta er ein sál sem tekið hefur sér bólfestu í tveim líkömum.
Vináttan byggist á því að gleyma því sem maður hefur gefið og muna hvað maður hefur fengið.
Vinur í raun er sá sem þú getur hringt í klukkan 4 að nóttu.
Vinur sem skilur þig, skapar þig.
Vinurinn er annað sjálf
Latína: Alter ipse amicus Upprunalega úr Siðfræði Níkómakkosar eftir gríska heimspekinginn Aristóteles
Viska er fyrst og fremst heiðarleg hugsun.
Vitrir menn leita huggunar í bókum þegar á móti blæs.
Vits er þörf þeim er víða ratar.
Við erum vinir þú og ég, ef þú tekur vin þinn með erum við þrjú. Við getum stofnað lítinn vinahóp. Það er jú ekkert upphaf og enginn endir, njótum lífsins og verum góð hvort við annað því lífið er svo stutt Þrátt fyrir allt og þess vegna ætti ekki að vera tími til að tala illa um aðra. Öll dýrin í skóginum vilja vera vinir og við mannverurnar í okkar frumskógi freistinga lífsins viljum líka vera vinir og góð hvort við annað.
Við finnum tíma til að gera það sem okkur líkar að gera.
Við gætum lært heilmikið af litunum: sumir eru skærir, sumir fallegir, sumir leiðinlegir, sumir hafa skrítin nöfn og allir eru þeir mismunandi....en þeir geta allir komist ágætlega fyrir í sama kassanum.
Við höfum ekki erft heiminn frá forfeðum okkar - við höfum fengið hann að láni frá börnum okkar.
Spakmæli frá Kasmír.
Við lærum með því að kenna.
Latína: Docendo discimus. Seneca yngri
Við mikilvægustu krossgötur lífsins standa sjaldnast vegvísar.
Viðskipti eru samsetning stríðs og íþrótta.
Vonin er slæm fyrir hamingjusaman mann en góð fyrir óhamingjusaman.
Væri heimurinn ekki litlaus og leiðinlegur ef það væri aldrei neitt til að kvarta yfir?