Þar kemur að folinn þarf sinna fjögra fóta við.
Það getur verið að þú sért stundum eina manneskjan í heiminum, en þú ert líka ef til vill allur heimurinn fyrir eina manneskju.
Jákvæða hliðin á lífinu
Það eina sem er virkilega erfitt að sanna er það sem maður trúir.
Það eina sem við lærum af mannkynssögunni er að við lærum aldrei neitt.
Það er auðveldara að ganga með barn einu sinni á ári en að raka sig á hverjum degi.
Það er dýrt að lifa á þessari jörð, en það er innifalin ókeypis hringferð um sólina á hverju ári.
Það er ekkert eilíft nema fjöllin.
Það er ekkert eins forvitnilegt og hin næstum villimannslega reiði sem kímni vekur hjá þeim sem hafa enga kímnigáfu.
Það er ekkert nýtt undir sólinni.
Latína: Sub sole nihil novi est
Það er ekkert varið í ævintýri ef maður deilir þeim ekki með vinum.
Það er ekki ástin sem er blind. Það er afbrýðisemin.
Það er ekki gott að gefa ráð án þess að vera beðinn.
Það er ekki mikið varið í að kyssa einu sinni, - en tvisvar, það er annað mál.
Það er ekki nóg að miða, þú verður að hitta.
Það er ekki ytra útlit sem skiptir máli heldur hjartalagið.
Það er fáránlegt að skipta fólki í gott og slæmt. Fólk er annað hvort heillandi eða leiðinlegt.
Það er hægt að endurgreiða peningaskuldir en þú ert alla ævi skuldbundin þeim sem sýna þér góðmennsku.
Það er mannlegt að skjátlast, en guðdómlegt að fyrirgefa.
Það er oft erfiðara að sýna sjálfsafneitun í smáu en í stóru.
Það er sá sem þorir að þiggja sem er sjálfstæður ekki sá sem gefur.
Það er skrítið hve maður þarf að vita rosalega mikið áður en maður gerir sér grein fyrir hve lítið maður veit.
Það er til fólk sem lætur hlutina gerast, fólk sem sér hlutina gerast og fólk sem hefur ekki hugmynd um að nokkuð hafi gerst. Hvað með þig?
Það er til ráð við öllu nema ráðaleysi.
Það er þegar maður er alveg viss um að hann sé áhugaverður sem hann er það ekki.
Það erfiðasta við að komast efst í stigann, er að komast í gegnum mannfjöldann við fætur hans.
Það eru ekki hinir fullkomnu, heldur hinir ófullkomnu sem þarfnast ástar.
Það eru ekki til ljótar konur, bara latar.
Það eru margir sem halda ranglega að notkun flókinna orða séu merki um gáfur.
Það gefur enginn meira en það sem hann á.
Það hljóta að vera dagur eða tveir í lífinu sem maður er á réttum aldri fyrir það sem maður er að gera.
Það hættulegasta sem maður gerir er að lifa. Það hefur ekki nokkur maður lifað það af.
Það mikilvægasta sem faðir getur gert fyrir börnin sín er að elska móður þeirra.
Það sem er saumað saman af ást mun aldrei rakna.
Það sem gerir mennina mikla er hæfileiki þeirra til að ákveða hvað sé mikilvægt og einbeita síðan áhuga sínum að því.
Það sem gerir mennina mikla er hæfileiki þeirra til að ákveða hvað sé mikilvægt og einbeita síðan kröftum sínum að því.
Það sem karlmanni líkar mest við föt kvenmanns eru draumar hans um hvernig hún líti út án þeirra.
Það sem þú finnur ekki hér á jörð er ekki þess virði að leita.
Það tekur 10 ár að sætta sig við þann aldur sem maður er á.
Það verður enginn ríkur af því sem hann selur - þú verður ríkur af því sem þú átt.
Það vilja allir verða ráðherrar, þótt enginn sé fær um að stjórna sjálfum sér.
Bréf til Láru
Það virðist stundum þurfa andstæða póla til að laða fram hið jákvæða.
Það, sem verður að vera, viljugur skal hver bera.
Lausavísa
Þegar heimskur maður gerir eitthvað sem hann skammast sín fyrir þá segir hann að það hafi verið skylda hans.
Þegar maður myrðir tígrisdýr þá er það kallað sport. Þegar tígrisdýr myrðir mann þá er það kallað grimmd.
Þegar reynt er að gera hið ómögulega þá tekst að gera það besta mögulega.
Þegar við erum orðin of gömul til að taka þátt í skemmtunum köllum við það heimskupör.
Þegar það er gullæði er rétt að fara að selja skóflur.
Þegar þú ert orðinn of gamall í allt þá getur þú alla vega farið í golf.
Þegar þú leitar svara skaltu alltaf vera viðbúinn óvæntum lausnum.
Þeir sem eru afbrýðisamir eru öðrum til óþæginda en þeir valda sjálfum sér alvöru kvölum.
Þeir sem finna sér ekki tíma fyrir líkamsrækt verða að finna sér tíma fyrir veikindi.
Þeir sem gefa eiga allt; þeir sem liggja á sínu eiga ekkert.
Hindúa málsháttur
Þeir tala um drykkju mína en þeir hugsa aldrei um þorsta minn.
Þekkingin er eins og úthafið, því lengra sem maður kemst út á það þess minni verður maður.
Þitt tækifæri er komið, það er í dag.
Þökk grætur þurrum tárum.
Þótt heimskinginn umgangist spaka menn alla ævi finnur hann ekki sannleikann fremur en skeiðin bragðið af súpunni.
Þröngt mega sáttir sitja.
Þrumur eru góðar, þrumur eru hrífandi en það eru eldingarnar sem vinna starfið.
Þú ert hugrakkari en þú trúir, sterkari en þú sýnist og gáfaðri en þú heldur.
Setning sem kemur frá Bangsimon.
Þú getur ekki stýrt vindinum en þú getur hagrætt seglunum.
Þú getur varla eignast vin á einu ári en þú getur tapað einum á klukkustund.
Þú hittir ótrúlega margar persónur á lífsleiðinni, en það eru bara sannir vinir sem skilja eftir spor í hjarta þínu.
Þú skalt aldrei vinna fyrir morgunmat, ef þú verður að vinna fyrir morgunmat borðaðu þá morgunmatinn þinn fyrst.
Þú verður að vera góður vinur... til að eiga góðan vin.
Þúsund mílna ferðin hefst með sýn til framtíðar.
Því meiri sem maðurinn er því síður líkar honum gullhamrar og skjall.
Þykir maður við það fávís verða ef hann kannar ekki víðar en hér Ísland.
Laxdæla Saga