Sannleikurinn heldur höndunum hreinni en sápa.
Dýrkeyptust allrar heimsku er að trúa heitt og innilega því sem augljóslega er ekki satt.
Þótt heimskinginn umgangist spaka menn alla ævi finnur hann ekki sannleikann fremur en skeiðin bragðið af súpunni.
Listin er lygin sem gerir okkur kleift að skilja sannleikann.
Sannleikurinn er einn en lygin hefur mörg höfuð.
Það er hræðilegur fjöldi lyga á gangi í heiminum og það versta er að helmingurinn af þeim er sannur.
Sannleikurinn er oft svo einfaldur að við afskrifum hann sem barnalegan þvætting.
Sannleikurinn fer aldrei neinar krókaleiðir.
Fegurðin er sannleikur, sannleikurinn er fegurð.
Þótt við förum heimsendanna á milli í leit að fegurðinni, munum vér ekki finna hana nema vér berum hana innrar með oss sjálfum.
Hættulegustu lygarnar eru smávægilegar hagræðingar á sannleikanum.
Hvernig geturu hikað? Taktu áhættu! Hættu á hvað sem er! Láttu þig engu skipta hvað öðrum finnst, þessar raddir hinna. Gerðu það sem erfiðast er. Stattu á þínu. Hlýddu á rödd sannleikans.
Sannleikurinn er aðeins tilfinning, ekki hugsun. Og tilfinning er skynjun.
Góðvild og sannleikur. Þessi orð vildi ég gera að mínum einkunnarorðum.
Ef að þú segir sannleikann þarftu ekki að muna neitt.