Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir.
Haltur hestur dregst afturúr.
Hamingja er ekki eitthvað sem þú upplifir, hún er eitthvað sem þú minnist.
Hamingjan er ekki fólgin í því að gera það sem þú hefur ánægju af, heldur að hafa ánægju af því sem þú gerir!
Hamingjan er þar sem þú finnur hana.
Hamingjan kemur inn um dyrnar sem þú veist ekki einu sinni að þú hefur opnað.
Jákvæða hliðin á lífinu
He who gets angry will destroy himself.
Hefurðu tekið eftir því að fólk sem kemur of seint er oft mikið glaðara en fólk sem hefur þurft að bíða eftir því?
Heilbrigð sál í hraustum líkama.
Latína: Mens sana in corpore sano
Heima skal hest feita, en hund á búi.
Helsta ástæðan fyrir því að fólk nær ekki markmiðum sínum er sú að það hefur engin markmið.
Hin gullna regla vináttunnar: Hlustaðu á aðra á sama hátt og þú vilt að aðrir hlusti á þig.
Hinn fullkomni eiginmaður er sá sem kemur fram við konuna eins og glænýjan bíl.
Hið innra með sérhverjum manni er ljóðskáld sem dó ungt.
Hjónabandið er himneskt...það eru þrumur og eldingar líka.
Hljóðlátt og hógvært líf gefur meiri hamingju en leit að velgegni sem fylgi sífelldur órói.
Hlúðu að því sem þér þykir vænt um.
Höfn ræður hesti (skapar hest).
Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina.
Hrós er manns besta meðal.
Hugsaðu jákvætt, það er léttara.
Hugur einn það veit er býr hjarta nær.
Hvar þú finnur fátækan á förnum vegi. Gerðu honum gott en gráttu eigi. Guð mun launa á efsta degi.
Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur?
Hvað ráðleggingar varðar, takið þeim varlega. Því ef ráðleggingar eru heiðarlegar þá eru þær líka gagnrýni.
Hve blindur sem maðurinn annars er - annarra galla vel hann sér.
Hve indælt er það að gera ekkert og hvíla sig svo vel á eftir.
Hver maður á rétt á að vera metinn af hans bestu stundum.
Hver sem þú ert og hvar sem þú ert, þú hefur alltaf rangt fyrir þér ef þú ert dónalegur.
Hvers virði er heimurinn manni sem á ekkju að eiginkonu?
Hversu gamall værir þú ef þú vissir ekki hve gamall þú værir?