Gáfaðar persónur tala um hugmyndir. Minna gáfaðar persónur tala um hvað gerðist. Illa innrættar persónur tala illa um aðra.
Gallinn við flesta lækna er að þeir viðurkenna aldrei að eitthvað komi þeim á óvart.
Gáttir allar áður gangi fram um skoðast skyli, um skyggnast skyli, því að óvíst er að vita hvar óvinir sitja á fleti fyrir.
Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup.
Gerðu aldrei neitt í dag sem þú getur látið aðra gera á morgun.
Gerðu öllum eitthvað til góðs.
Geymdu ekki bros dagsins til morgundagsins.
Gott er að geta glaðst við að horfa á einhvern sem vinnur starf sitt vel.
Góðar eru gjafir þínar, en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna.
Gunnar á Hlíðarenda - Úr Njálu.
Guð - gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.
Æðruleysisbænin er bæn eftir bandaríska guðfræðinginn Reinhold Niebuhr. Þetta er fyrsta erindið.
Guð er dauður - Nietzsche. Nietzsche er dauður - Guð.
Guð gaf öllu fólki af öllum þjóðernum hæfileikan til að brosa og hlæja á sama tungumáli.
Guð leggur á okkur birgðarnar en hann gaf okkur líka bakið.
Gættu fegurðar hjarta þíns og þú verður eilíflega ungur.
Austurlenskt spakmæli