Á aldri tvítugs ríkir viljinn, þrítugs skarpleikinn, fertugs skynsemin.
Á allra lukku finna menn sína hrukku.
Á besta aldri er bóndinn þrítugur.
Árangur er margfeðra en ófarir eru munaðarlausar.
Árin hrukka andlitið en áhugaleysið sálina.
Ást er ekki það sem fær jörðina til að snúast. Hún er það sem gerir það þess virði að snúast með.
Ást er tvær samhljóma sálir og tvö hjörtu sem slá í takt.
Ástin er límið sem heldur heiminum saman.
Ástin læðist á tánum, þegar hún kemur, en skellir hurðum, þegar hún fer.
Ástin sigrar allt.
Latína: Omnia vincit amor Virgill, Eclogae 10.69
Átta af hverjum tíu sem ráðast á þig á götu lærðu tæknina í fangelsi.
Áður en konan giftist harmar hún, að ekki er neinn karl í lífi hennar; eftir giftinguna, að ekki er neitt líf í karli hennar.