Scroll down
Hjónabandið er aðeins byrjunin. Ástin á þá eftir að vefa enn fjölbreyttara mynstur í það volduga teppi sem samlíf okkar er.
Þegar þú ert of lengi fjarverandi fer ég í gamla garðjakkann þinn og sit umvafin þér.
Hver dagur krefst hugrekkis á einn eða annan hátt.
Visku má öðlast með þjáningu. Gegnum missi og mistök lærist okkur hvað raunverulega skiptir máli í lífinu.
Viska er fyrst og fremst heiðarleg hugsun.
Þegar allt annað bregst er hugrekki, ást og viska eina björgin.
Ekki burðast með of mikið. Hamingjunni hættir til að týnast í farangrinum.
Hvað stoðar allt hrósið ef þú veist innst inni að þér mistókst?
Við reynum að gefa börnum okkar allt þótt það eina sem þau þarfnist sé ást og öryggi.
Vissan um kærleikann er okkur vernd gegn öllum kvíða. Kærleikurinn er öllu yfirsterkari og við getum eignast frið mitt í ósköpunum.
Þú ert af þeirri tegund sem gefið er að þauka. Þjáningar annarra gera þínar engu minni - en mundu hvernig hinir þraukuðu og báru loks sigur úr býtum. Þú getur það líka.
Hvað tækir þú þér fyrir hendur ef þú vissir að þér gæti ekki mistekist?
Aðeins þeir sem þora að gera mikil mistök geta náð miklum árangri.
Stundin er alltaf rétt til að gera hið rétta.