Þrjár bestu kennsluaðferðirnar eru: fordæmi, fordæmi, fordæmi.
Fordæmi hefur alltaf meiri áhrif en fyrirskipanir.
Engin aðferð er áhrifaríkari en gott fordæmi.
Innrætið börnum yðar, að ekkert er gagnlegt að vita nema það, sem kennir oss að breyta vel.
Hið fyrsta sem barn á að læra er þrautseigja.
Við reynum að gefa börnum okkar allt þótt það eina sem þau þarfnist sé ást og öryggi.
Í nútíma uppeldi er of mikill aðskilnaður kynslóðanna, barna, fullorðinna og gamalla.