[1948 – 2017] íslenskur rithöfundur, ljóðskáld, þýðandi og leikskáld
Scroll down
En það má ekki gleyma því að skáldskaparritun er þrátt fyrir allt sköpunarstarf, þar sem einstaklingur miðlar tilfinningu, mótar persónulega veraldarskynjun í hráefni sem er allra eign, tungumálið.
Treystu náttmyrkrinu Fyrir ferð þinni Heitu ástríku náttmyrkrinu Þá verður ferð þín Full af birtu Frá fyrstu línu til þeirrar síðustu
„Rós er rós er rós" sagði Gertrud Stein. Og við segjum: loforð er loforð er loforð! Svik eru svik eru svik. Mér finnst grafalvarlegt hvernig ráðamenn hafa í svörum sínum og útskýringum stöðugt afvegaleitt tungumálið, ráðist inn í samband orðs og merkingar á skítugum skónum, reynt að rjúfa og brengla samband orðs og merkingar.
Hluti af ræðu sem hann flutti á Austurvelli 1. mars 2014.
Þegar þú ert þessi tvö börn á vegasaltinu annað heitir Hljómur hitt er kallað Merking Þá ertu skáld.
Skáldskapur er að mínu viti ekki uppspuni, hvað þá lygar, skáldskapur er ofsafengin leit að sannleikanum.
Ekkert er pólitískara en fegurðin.
Raunverulegar raddir
Hvað tækir þú þér fyrir hendur ef þú vissir að þér gæti ekki mistekist?
Aðeins þeir sem þora að gera mikil mistök geta náð miklum árangri.
Stundin er alltaf rétt til að gera hið rétta.