Merkir að komast til botns í einhverju. Sumir segja kryfja til mergjar en þá er verið að rugla saman tveimur orðtökum - að kryfja mál og að brjóta mál til mergjar. Mergur er inni í beini og þess þarf að brjóta beinið til að komast að mergnum.
Það eru tvær skýringar á þessu orðtaki. 1) „má burtu með fjöður [fjöðurstaf], svo að ólæsilegt sé.“ 2) „fuglar hylja unga sína og egg með því að breiða fjaðrir yfir.“
Merkir að grípa tækifærið - eða nú er tækifærið til að gera eitthvað.
Þetta hefur orðið til út frá því að gæsir fella flugfjaðrir síðla sumars og þá er hægt að hlaupa þær uppi og þá skal grípa gæsina meðan gefst. Ekki bíða, því að nú er rétti tíminn.
Orðtakið merkir að leggja fram sem sinn skerf. Oft er sagt láta eða gefa af mörkum. Líka er til að leggja eitthvað að mörkum. Uppruni er óþekktur og um þetta er ekkert vitað; ekki heldur hvort það er mark eða mörk.