Hafa aldrei migið í saltan sjó.
Hafa fullt í fangi með eitthvað.
Hafa gott nef fyrir einhverju.
Hafa hönd í bagga með einhverju.
Merkir að aðstoða með eitthvað.
Hafa hreinan skjöld.
Hafa í sig og á.
Hafa nóg að bíta og brenna.
Hafa öll spil á hendi.
Hafa taumhald á einhverju.
Hafa til hnífs og skeiðar.
Halda hlífiskildi yfir einhverjum.
Haltur leiðir blindan.
Hann borðar ekki nema rautt eitt úr eggi.
Hendur einhvers eru blóði drifnar.
Hér eru allir Jónar jafnir.
Hland fyrir hjartað
Hlaupa á vegg.
Hlaupa af sér hornin.
Hlaupa undir bagga með einhverjum.
Hóa saman einhverjum.
Höggva á hnútinn.
Honum varð ekki kápan úr því klæðinu.
Hoppa upp á nef sér.
Merkir að reiðast.
Horfa með eftirsjá.
Horfast í augu við eitthvað.
Merkir að viðurkenna eitthvað óþægilegt.
Hrista eitthvað fram úr erminni.
hrökkva í gang
Hún/Hann er ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni.
Hvað syngur í þér?
Merkir það sama og: "Hvað segir þú gott?"
Hverfa út í buskann.
Hægara sagt en gert.
Merkir að eitthvað sér erfiðara en það lítur út fyrir að vera.