Þar fór góður biti í hundskjaft.
Þar hittir skrattinn ömmu sína.
Merkir að tveir ósveigjanlegir hittist og rífist.
Þar skall hurð nærri hælum.
Þar/hér liggur fiskur undir steini.
Þarna liggur [einhver] fyrir fótum [annars] sem mýslan fyrir fótum marðarins.
Það á ekki úr að aka.
Það dettur hvorki né drýpur af einhverjum.
Það drýpur smjör af hverju strái.
Það er ekki á vísan að róa.
Það er ekki leiðum að líkjast.
Það er ekki öll nótt úti enn.
Það er ekki öll vitleysan eins.
Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni.
Það er ekki við börn/barnið að berjast.
Það er engin miskunn hjá Magnúsi.
Það er farið að harðna á dalnum.
Merkir að ástandið sé farið að versna.
Það er gott að eiga góða að.
Það er kominn köttur í ból bjarnar.
Það er komið babb í bátinn.
Það er kunnara en frá þurfi að segja.
Það er matur í einhverju.
Það er maðkur í mysunni.
Það er nærri einhverjum ekið.
Það er oftast dimmast undir dögun.
Það er sýnd veiði en ekki gefin.
Það er undir hælinn lagt.
Það er ýmist í ökla eða eyra.
Það er þröng/(þröngt) á þingi.
Það eru illa rekin nautin.
Það flýgur fiskisagan.
Það gefur augaleið.
það hálfa væri nóg.
Það kviknar á perunni hjá einhverjum.
Það rekur hvað annað.
Það sem helst varast vann varð þó að koma yfir hann
Það skerst í odda með einhverjum/milli einhverra.
Það skín í gegn.
Merkir að eitthvað sé alveg augljóst.
Það voru mínar ær og kýr.
Þegar á reynir verða beinin að brjóski.
Þegar öllu er á botninn hvolft.
Þegar til kastanna kemur.
Þekkja hvorki haus né sporð á einhverju.
Þer blásið allir í eina pípu.
Þetta er handan við hornið.
Merkir að eitthvað sé alveg að verða búið.