Scroll down
Hold er mold, hverju sem það klæðist.
Ungum er það allra bezt að óttast guð sinn herra; þeim mun vizkan veitast mest og virðing aldrei þverra.
Hafðu hvorki að háð né spott, hugsa um ræðu mína, elska guð og gerðu gott, geym vel æru þína.
Foreldrum þínum þéna af dyggð, það má gæfu veita; varast þeim að veita styggð, viljirðu gott barn heita.
Hugsa um það helzt og fremst, sem heiðurinn má næra; aldrei sá til æru kemst, sem ekkert gott vill læra.
Lærður er í lyndi glaður, lof ber hann hjá þjóðum; hinn er ei nema hálfur maður, sem hafnar siðum góðum.
Oft er sá ó orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra; en þursinn heimskur þegja hlýtur, sem þrjóskast við að læra.
Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geym vel þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína.
Lítillátur, ljúfur og kátur, leik þér ei úr máta; varast spjátur, hæðni og hlátur, heimskir menn sig státa.
Víst ávallt þeim vana halt: vinna, lesa, iðja. Um fram allt þú ætíð skalt elska guð og biðja.
Spilling er aldrei verk eins einstaklings. Hún felur alltaf í sér hóp af fólki sem er tengt saman með einni grundvallarreglu – að skiptast á greiðum. Þessi sameinaða spilling er byggð á hefðbundnu siðgæði, vel treystum vináttuböndum og tækifærum sem gefast. Það verður til þess að glæpir geta átt sér stað án refsingar. Aðaleinkenni hennar er óþolandi hroki.
Það sem helst varast vann varð þó að koma yfir hann
Hvað tækir þú þér fyrir hendur ef þú vissir að þér gæti ekki mistekist?
Aðeins þeir sem þora að gera mikil mistök geta náð miklum árangri.
Stundin er alltaf rétt til að gera hið rétta.