Láta einhvern sigla sinn sjó.
Láta eins og ekkert hafi í skorist.
Láta eitthvað ekki halda fyrir sér vöku.
Láta eitthvað sem vind um eyrun þjóta.
Láta ekki deigan síga.
Láta ekki undan síga.
Láta gott af sér leiða.
Láta hart mæta hörðu.
Láta í þér heyra.
Láta kylfu ráða kasti.
Láta staðar numið.
Merkir að hætta að gera eitthvað.
Láta sverfa til stáls.
Láta til sín taka.
Láta verkin tala.
Láta þá finna til tevatnsins.
Launa illt með góðu.
Leggja drög að einhverju.
Merkir að undirbúa eitthvað.
Leggja eitthvað til málanna.
Merkir að koma með einhverjar hugmyndir um eitthvað.
Leggja land undir fót.
Leggja lykkju á leið sína.
Leggja niður laupana.
Leggja orð í belg.
Leggja stein í götu einhvers.
Leika af fingrum fram.
Leika tveimur skjöldum.
Leika við hvern sinn fingur.
Leiða hest sinn frá einhverju.
Merkir að vilja ekki skipta sér að einhverju.
Leiða saman hesta sína.
Merkir að deila, berjast.
Lifa eins og blóm í eggi.
Lífið leikur við einhvern.
Liggja á glámbekk.
Lognið á undan storminum.
Lyfta ekki litla fingri.