Ef Múhameð vill ekki fara til fjallsins verður fjallið að koma til Múhameðs.
Eggið ætlar að fara að kenna hænunni.
Eiga í vök að verjast.
Merkir að eiga erfitt með eitthvað.
Eiga langt í land með eitthvað.
einhver er á skotskónum.
Einhverjum er eitthvað í sjálfs vald sett.
Einhverjum er eitthvað rétt/mátulega í rass rekið.
Einhverjum er mjótt á milli augna.
Einhverjum er uppsigað við einhvern.
Einhverjum eru allir vegir færir.
Einhverjum fellur allur ketill í eld.
Einhverjum halda engin bönd.
Einhverjum hleypur kapp í kinn.
Einhverjum liggur eitthvað í litlu/léttu rúmi.
Einhverjum rennur blóðið til skyldunnar.
Einhverjum stendur tunga í tönn .
Einhverjum vefst tunga um tönn.
Einhverjum verður (eitthvað) á í messunni.
Einhverjum verður ekki kápan úr því klæðinu.
Einhverjum verður fótaskortur á tungunni.
Einhverjum verður halt á svellinu.
Einhvern tekur sárt.
Eins og að kreista vatn úr steini.
Þegar eitthvað er næstum ómögulegt að gera eða framkvæma.
Eins og draumur í dós.
Eins og eldur í sinu.
eins og enginn væri morgundagurinn
Úr ensku: like there is no tomorrow.
Eins og hendi er veifað.
Eins og honum/henni er von og vísa.
Eins og sá sem valdið hefur.
Eins og skrattinn sjálfur.
Eins og það leggur sig.
Eins og þeim er von og vísa.
Eins og þjófur á nóttu.
Eitthað rekur/ber (upp) á fjörur.
Eitthvað ber feigðina í fjöðrum sér.
Eitthvað bítur einhvern í bakið.
Eitthvað breiðist út/ berst út/ fer eins og/ eldur í sinu.
Eitthvað býr/liggur að baki.
Eitthvað er aðeins reykurinn af réttunum.
Eitthvað er byggt á sandi.
Eitthvað er einhverjum kaka við rass.
Eitthvað er einhverjum þungur baggi.
Eitthvað er einhverjum þyrnir í augum.
Eitthvað er eins og (að) skvetta/stökkva vatni á gæs.
Eitthvað er eins og að leita að nál í heystakki.
Eitthvað er eins og að skvetta vatni á gæs.
Eitthvað er eins og bögglað roð fyrir brjósti.
Eitthvað er eins og falinn eldur.
Eitthvað er eins og helvíti á jörðu.
Eitthvað er eins og himnaríki á jörðu.
Eitthvað er eitrað peð.
Eitthvað er ekki upp á marga fiska.
Merkir að eitthvað sé ekki vandað til verka. Eitthvað sé illa gert.
Eitthvað er enginn dans á rósum.
Eitthvað er erfiður biti að kyngja.
Eitthvað er hnefahögg í andlitið á einhverjum.
Eitthvað er hvorki fugl né fiskur.
Eitthvað er í einni köku.
Eitthvað er laust í böndunum.
Eitthvað er málum blandið.
Eitthvað er mergur málsins.
Eitthvað er mikið í munni.
Eitthvað er nýtt af nálinni.
Eitthvað er óplægður akur.
Merkir að eitthvað sé alveg ókannað.
Eitthvað er rauði þráðurinn í einhverju.
Eitthvað er reist á bjargi.
Eitthvað er rós í hnappagat einhvers.
Eitthvað er runnið einhverjum í merg og bein.
Eitthvað er runnið undan rifjum.
Eitthvað er rýrt/(þunnt) í roðinu.
Eitthvað er sem eitur í beinum einhvers.
Eitthvað er síðasti naglinn í líkkistu einhvers.
Eitthvað er skrautfjöður í hatt einhvers.
Eitthvað er skrifað í sandinn.
Eitthvað er svo á pappírnum/pappírunum.
Eitthvað er svo í garð búið.
Eitthvað er sýnd veiði en ekki gefin.
Eitthvað er týnt og tröllum gefið.
Eitthvað er undir kasti komið.
Eitthvað er varla/ekki upp í nös á ketti.
Eitthvað er vel/illa úr garði gert.
Eitthvað er þrautin þyngri.
Eitthvað fellur eins og flís við rass.
Eitthvað fellur eins og hanski að hönd.
Eitthvað fer eins og logi yfir akur.
Eitthvað fer ekki/ekkert á milli mála.
Eitthvað fer fyrir ofan garð og neðan.
Eitthvað fer í taugarnar á einhverjum.
Eitthvað fer í vaskinn.
Eitthvað fer lönd og leið.
Eitthvað fer vel í munni.
Eitthvað fer/er komið í hund og kött.
Eitthvað fær mikinn vind í seglin.
Eitthvað gengur fjöllunum hærra.
Eitthvað gengur í garð.
Eitthvað gerist á bak við tjöldin.
Eitthvað getur borið til beggja landa.
Eitthvað hangir á bláþræði.
Eitthvað hleypir illu blóði í einhvern.
Eitthvað hleypir veðri í pilsin.
Eitthvað kemur eins og skrattinn úr sauðaleggnum.
Eitthvað kemur í bakið á einhverjum.
Eitthvað kemur til kasta einhvers.
Eitthvað kemur upp á yfirborðið.
Eitthvað kemur upp úr kafinu.
Eitthvað kemur úr hörðustu átt.
Merkir að eitthvað kemur þaðan sem síst var von.
Eitthvað kostar blóð, tár og svita.
Eitthvað leikur (ekki) á tveimur tungum.
Eitthvað leikur á þræði.
Eitthvað liggur í augum uppi.
Eitthvað liggur í salti.
Eitthvað losar um málbeinið.
Eitthvað má til sanns vegar færa.
Eitthvað nær ekki nokkurri átt.
Merkir að eitthvað sé alveg ólíðandi.
Eitthvað rennur út í sandinn.
Eitthvað reynir á taugarnar.
Eitthvað stendur í járnum.
Eitthvað stendur í stjörnunum.
Eitthvað svífur yfir vötnum.
Eitthvað tekur kryppuna úr úlfaldanum.
Eitthvað vegur salt.
Eitthvað verður minna og mjórra í rassinn.
Eitthvað/einhvern ber aftur að sama landi.
Ekki er allt sem sýnist.
Ekki er meira af þeim legg að skafa.
Ekki eru öll sund lokuð.
Ekki öll kurl komin til grafar.
Merkir að ekki öll vitneskja sé komin fram ennþá.
Ekki stendur steinn yfir steini.
Elda grátt silfur við einhvern.
Elta/eltast við skottið á sjálfum sér.
Engum blöðum er um eitthvað að fletta.
Er að rigna niður.
Er þá voðinn vís.
Er þetta virkilega hóllinn sem þú vilt deyja á?
Enska: The hill you want to die on? Ætlar þú að standa eða falla með þessu?
Erfitt er að brynna hesti sem beygir ekki höfuðið.
Finnskur
Ertu maður eða mús?.
Eyrnamerkja þetta.