Scroll down
Aðeins þeir sem þora að gera mikil mistök geta náð miklum árangri.
Stundin er alltaf rétt til að gera hið rétta.
Hvað tækir þú þér fyrir hendur ef þú vissir að þér gæti ekki mistekist?
Maðurinn finnur það sem hann leitar að, og sá sem trúir á draug finnur draug.
Reistu í verki viljans merki, vilji er allt, sem þarf.
Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti.
Í kosningabaráttunni er líklega eftirminnilegasta tilsvarið þegar hún var spurð hvort það myndi há henni í embætti að vera aðeins með eitt brjóst. (Páll Valsson, 2009. Bls. 303).
Af litlum neista verður oft mikið bál.
Merkir: Oft þarf ekki mikið til að koma af stað illdeilum.
Af góðum hug koma góð ráð.
Merkir: Það eru vinir manns, sem gefa bestu ráðin; góðar hugsanir leiða ætíð til góðs.
Víst er þetta löng og erfið leið, og lífið stutt og margt, sem út af ber. En tigið gegnum tál og hverskyns neyð skín takmarkið - og bíður eftir þér.
Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni.
Allt verður einhvern veginn að vera.
Að leika á als/(alls) oddi.
Hver er sinnar gæfu smiður.
Alls staðar er sá nýtur, sem nokkuð kann.
Háar eikur hafa hljóðglögg eyru.
Notuðum orðalistann okkar til að finna hve mörg og hvaða orð koma til greina í Orðlu orðaleiknum vinsæla.
Hér má finna nokkrar afmæliskveðjur í kort.
Öll 5 stafa orð sem finnast í okkar orðalista. Nýtist í orðaleiknum Ordla.