Davíð Stefánsson - Tilvitnanir

  [1895 – 1964] íslenskur rithöfundur og skáld - kenndur við Fagraskóg.

  Davíð Stefánsson

  Brúðarskórnir - Svartar fjaðrir (1919)

  0

  "Ofstjórn, " Síðustu ljóð (1966)

  0

  Snert hörpu mína himinborna dís,
  Svo hluti englar guðs í Paradís.
  Við götu mína fann ég fjalarstúf
  Og festi á hann streng og rauðan skúf.

  Þeir geta sumir synt á læk og tjörn.
  Og sumir verða allaf lítil börn.
  En sólin gyllir sund og bláan fjörð.
  Og sameinar með töfrum loft og Jörð

  Sá einn er skáld, sem skilur fuglamál,
  Og skærast hljómar það í barnsins sál.
  Hann saurar aldrei söngsins helu vé,
  Hann syngur líf í smiðjumó og tré.

  Svo græt mín þá, mín góða heilladís,
  Sem gelður skáldin meðan dagur rís.
  Þú gafst mér þrá, svo ég telgt með hníf.
  Ó gefðu mínum dauðu fuglum líf.

  Ef fuglar mínir fengju vængja mátt.
  Þá fljúga þeir um loftið draumablátt.
  Og þér,sem hæst í himnasölum býrð,
  Skal helgað þeirra flug og söngva dýrð.

  Með fjaðraþyt skal fagnað sálum þeim,
  Sem seinna fæðast inn í þennan heim.
  Þær hræðast síður hríð og reiðan sjó.
  Fyrst hér er nóg um tré og smiðjumó.

  Og eins og barnið rís frá svefnsins sæng,
  Eins sigrar lífið fuglsins mjúka væng,
  Er tungan kennir töfra söngs og máls,
  Þá teygir hann sinn hvíta svarnrháls.

  Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
  Ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
  Í huganum til himins oft ég svíf,
  Og hlýt að geta sungið í þá líf.

  Ég heyri í fjaska viltan vængja þyt,
  Um varpin leikur draumsins perluglit.
  Snert hörpu mína himinborna dís,
  Og hlustið englar guðs í Paradís.

  Sá einn er skáld, sem skilur það og fann,
  Að skaparinn á leikföng eins og hann,
  og safnar þeim í gamalt gullaskrín.
  Og gleður með þeim litlu börnin sín.

  Sá einn er skáld, sem þögull getur þráð,
  Og þakkað guði augnabliksins náð.

  Á náðarstund ég návist þína finn.
  Leyf nöktu barni að snerta faldinn þinn.
  Og dreyp á mínar varir þeirra veig,
  Sem vekur líf og gerir orðin fleyg.

  Og glæðir nokkur gleði meiri yl,
  En gleðin yfir því að vera til,
  Og vita alla vængi hvíta fá.
  Sem víðsýnið-og eilífð þrá?

  Hver fugl skal þeyta flugið móti sól,
  Að fótskör guðs, að lambsins dýrðarstól.
  Og setjast loks á silfubláa tjörn,
  Og syngja fyrir lítil englabörn.

  Nú fljúga mínir fuglar, góða dís.
  Nú fagna englar guðs í Paradís.

  Ljóðið: "Kvæðið um fuglana"

  0

  Deila