[1831 - 1913] var rektor (skólastjóri) Lærða skólans 1872-1913
Scroll down
Tækifæri gríptu greitt, giftu mun það skapa, járnið skaltu hamra heitt, að hika er sama og tapa.
Ást er föstum áþekk tind, ást er veik sem bóla, ást er fædd og alin blind, ást sér gegnum hóla.
Lastaranum líkar ei neitt, lætur hann ganga róginn. Finni hann laufblað fölnað eitt þá fordæmir hann skóginn.
Betri er sannleikur byrstur og grár. en bláeyg lygi með glóbjart hár. Þú brýnir raust og bryddir orð með stáli Það brestur eitt, að hugur fylgi máli.
Fornt og nýtt.
Trúðu'á tvennt í heimi, tign, sem hæsta ber: Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér.
Lífshvöt.
Öxar við ána árdags í ljóma, upp rísi þjóðlið og skipist í sveit. Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma, skundum á Þingvöll og treystum vor heit.
Þingvallasöngur.
Hvað tækir þú þér fyrir hendur ef þú vissir að þér gæti ekki mistekist?
Aðeins þeir sem þora að gera mikil mistök geta náð miklum árangri.
Stundin er alltaf rétt til að gera hið rétta.