Mér hefur virzt sú skoðun nokkuð almenn, að sú deild háskólans, sem kennd er við íslenzk fræði, sé helst til lík þeirri læknastétt, sem fengist við það eitt að safna gögnum um heilsufar landsmanna fyrr og síðar, greina sjúkdóma og skrá tíðni dauðsfalla af völdum þeirra á ýmsum tímum, ekki í því skyni að ráða niðurlögum neinnar veiki, heldur af hreinvísindalegum áhuga einum saman; enda væri sjúkdómur, sem maður hefur á annað borð tekið, orðinn hið rétta eðli þess manns upp frá því; fylgzt væri vandlega með stöku sjúklingi, ekki til að reyna að lækna hann, heldur til að skrá líðan hans dag frá degi á skýrslur og líta á klukkuna þegar hann deyr.