... ég ber hyldjúpa virðingu fyrir stærðfræði, enda þekki ég allt of lítið til hennar til þess að geta fyrirlitið hana. Hins vegar hef ég andmælt við Þorstein [Gylfason] þeirri firru, að stærðfræði sé kölluð listgrein, þó að hún sé stórmerkileg á sína vísu. Mig minnir að ég hafi einhvern tíma á góðri stund haldið að Þorsteini þeirri kenningu að stærðfræði og list væru pólar mannlegrar snilli, því stærðfræði væri aðferð til að hugsa út fyrir skilning sinn, en list væri aðferð til að skilja út fyrir hugsun sína.

    0

    Athugasemdir

    0

    Deila