[f 1967] leikari, útvarpsmaður, skemmtikraftur
Scroll down
Ég er enginn sérfræðingur í súrrealisma.
Fyrir mér er vonina hluti af því að vera mannsekja og geta hugsað inn í framtíðina og hugsa jákvætt inn í framtíðina þó að lífið sé stundum erfitt og lífið er ekkert alltaf auðvelt eða alltof sjaldan og fyrir mér er hún sérstaklega dýrmæt í erfiðleikum og þá upplifir maður kannski að maður sé bara endalaust að moka hrossaskít, maður sé bara frammi fyrir hrúgu af hrossaskít síðan moka og moka endalaust og þá er svo gott að halda í þá von að einhvers staðar á bakvið allan þennan skít sé kannski lítið folald..og það gefur manni kraft til að moka.
Viðtal við Jón Gnarr í "Að vænta vonar" - Þjóðkirkjan. http://www.youtube.com/view_play_list?p=62809A04C17CD3A2
..Reiði brennir upp orku og skilur mann eftir örmagna. Sorg og vonleysi leiða til aðgerðarleysis og stöðnunar. Ótti lamar og telur manni trú um að maður geti ekki gert hluti sem maður færi annars létt með. Reiði er mannleg og lífsnauðsynleg á stundum, en ef hún safnast upp í manni verður hún að banvænu eitri sem sýkir hugann. Að hata er eins og að drekka eitur og bíða svo eftir því að einhver annar drepist...
Ræða borgarstjóra vegna síðari umræðu um fjárhagsáæltun 2011. http://www.facebook.com/note.php?note_id=116784745054985&id=129622757081218
En mistök eru hluti af skapandi hugsunarferli og ef þú ert að reyna að skapa eitthvað nýtt gerir þú fjölda mistaka.
Að það sé til kærleikur í heiminum er kraftaverk því með réttu ætti harðneskja heimsins fyrir löngu að vera búin að drepa hann.
Sjóræninginn: skálduð ævisaga
People tend to favor the underdog, like in the movies we favor the underdog, but when it comes to voting, we vote for the bully. It's so strange.
Ég er með tourette. Ég er með athyglisbrest. Ég get ekki breytt því. Ég er sá sem ég er, þess vegna var ég kosinn borgarstjóri.
Hvað tækir þú þér fyrir hendur ef þú vissir að þér gæti ekki mistekist?
Aðeins þeir sem þora að gera mikil mistök geta náð miklum árangri.
Stundin er alltaf rétt til að gera hið rétta.