Ástin er kannski ekki lengur sterkari en hel, því að tímarnir bjóða upp á svo margt.
Ástin setur öngul sinn í hjarta þér og knýr þig til að skilja að hið sterkasta af öllu sterku, ástin er ómótstæðileg.
Dýrð lífsins er að elska, ekki að vera elskuð, að þjóna, ekki að láta þjóna okkur. Að vera öðrum styrk hönd í myrkri þegar neyðin kallar, vera náunganum stoð og stytta þegar kjarkurinn bilar, það er að þekkja dýrð lífsins.
Ég leitaði einlægt utan um sjálfrar mín að styrk og trausti en það kemur að innan. Það er þar alla tíð.
Maður öðlast styrk, hugrekki og sjálfstraust við hverja þá reynslu sem útheimtir að horfast í augu við óttann. Þá getur maður sagt: ,,Ég hafði þetta af. Ég ætti þá að geta tekist á við eitt og annað." ... Þú verður að gera það sem þú telur þér ofviða.
Heimurinn hefur á öld myrkra og storma fengið að lifa það að andleg átök eins manns hafa reynst nægilega sterk til að sigra heimsveldi.