Scroll down
Ranglætið þolir ekki ósigur en það gerir réttlætið.
Hið bezta velur mig. Ég get ekki valið hið bezta.
Úr ljóðabók hans ,Farfuglinn“.
Aðeins með fullkomnu lítillæti fáum vér nálgast hið mikla.
Úr ljóðabók hans "Farfuglinn"
Þakkaðu loganum fyrir ljósið, en gleymdu ekki lampafætinum, sem stendur í skugganum, tryggur og þolinmóður.
Sérhvert barn, sem fæðist, flytur þau skilaboð, að guð sé eigi ennþá orðinn vonlaus um manninn.
Moldin er lítilsvirt; blómin býður hún að launum.
Ef þú lokar dyrum þínum fyrir allri villu, þá verður sannleikurinn einnig útilokaður.
Þú safnar eigi fegurð blómsins með því að tína af því krónublöðin.
Menn eru harðbrjósta, en maðurinn er góðhjartaður.
Þeir, sem eiga alla hluti aðra en þig, guð minn, þeir hlægja að þeim, sem eiga ekkert annað en þig.
Fuglasöngurinn er bergmál morgunroðans, endurkastað frá jörðinni.
Ég mun deyja aftur og aftur, svo að mér skiljist, að lífið er óþrjótandi.
Hvað tækir þú þér fyrir hendur ef þú vissir að þér gæti ekki mistekist?
Aðeins þeir sem þora að gera mikil mistök geta náð miklum árangri.
Stundin er alltaf rétt til að gera hið rétta.