Scroll down
Spakmæli/heimspekisetning er NIÐURSTAÐA manns á hugsunum hans, um ákveðið efni á ákveðnum tíma.
Útgefið og birt opinberlega 1997
Ef penninn er beittasta vopnið; ættir þú að geta hafið þriðju heimstyrjöldina með penna þínum. Einnig ættir þú að geta afvopnað allar þjóðir heims með sama pennanum.
Skráð og birt opinberlega 1997
Það hlýtur að vera æðsta takmark mannkynsins að vilja vita hvernig Guð vill hafa heiminn svo að allt fari vel.
Birt fyrst opinberlega 1997
Grundvöllurinn að öllum andlegum þroska er að SKILJA þróunarkenninguna en VITA hvaða kraftar það eru sem gera lífinu kleift að þróast þ.e. ljós, orka, efni og Guð.
Þegar þú veist hvernig heimurinn á að vera getur þú byrjað að breyta honum. Spurning um aðferð, vilja, hugrekki og tíma.
Hvað tækir þú þér fyrir hendur ef þú vissir að þér gæti ekki mistekist?
Aðeins þeir sem þora að gera mikil mistök geta náð miklum árangri.
Stundin er alltaf rétt til að gera hið rétta.