Scroll down
Bækur eru skip á siglingu um hinn óendanlega útsæ tímans.
Smáskammtur af heimspeki leiðir hugann að trúleysi, en dýpri heimspeki sveigir hugann aftur að trúnni.
Vitur maður býr sér til fleiri tækifæri en hann finnur.
Það liggur í eðli þess eigingjarna, að geta kveikt í húsi til þess eins að steikja eggin sín.
Maðurinn kýs að trúa því sem hann kýs að sé satt.
Grunnstæð heimspeki hneigir huga manna til guðleysis, en djúpstæð heimspeki beinir hugum manna að trúnni.
Peningar eru eins og mykja. Það þarf að dreifa þeim til að þeir geri gagn.
Menn skyldu muna, að í hinu mikla leikhúsi lífsins er aðeins guðum og englum leyft að vera áhorfendur.
Sá sem er kurteis og hæverskur við ókunnuga sýnir að hann er heimsborgari.
Hvað tækir þú þér fyrir hendur ef þú vissir að þér gæti ekki mistekist?
Aðeins þeir sem þora að gera mikil mistök geta náð miklum árangri.
Stundin er alltaf rétt til að gera hið rétta.