Kölluð Þura í Garði
Scroll down
Það megið þið eiga, ágætu menn, að gott þykir ykkur að fá atkvæði kvenna á kjördegi, en hvað ykkur langar til að hafa þær við á hærri stöðum sýna kjörlistar.
Gaman er að gifta sig gefi saman prestur. Þó er fyrir fleiri en mig „frestur á illu beztur"
Frjálsar ástir, frjálst er val, fín eru vinahótin. Gráhærð kona góðum hal gefur undir fótinn
Betra er að passa á feldi flær en frelsa mey frá spjöllum. Lengra ekki námið nær. „Náttúran ræður öllum"
Mig hefur aldrei um það dreymt, sem eykst við sambúð nána. Þú hefur alveg, guð minn, gleymt að gefa mér ástarþrána.
Hvað tækir þú þér fyrir hendur ef þú vissir að þér gæti ekki mistekist?
Aðeins þeir sem þora að gera mikil mistök geta náð miklum árangri.
Stundin er alltaf rétt til að gera hið rétta.