Nýttu sem best það sem er á þínu valdi taktu öðru bara eins og það kemur fyrir.
Af hverju lendum við ekki í öllum lífsins vandamálum þegar við erum sautján ára og vitum allt?
Við mikilvægustu krossgötur lífsins standa sjaldnast vegvísar.
Maður á að elska lífið meira en tilgang þess.
Ef lífið er óhamingjuríkt þá er erfitt að lifa. Ef lífið er hamingjuríkt þá er hræðilegt að deyja. En hvort tveggja kemur út á eitt.
Maðurinn, ólíkt dýrunum, hefur aldrei áttað sig á því að eini tilgangur lífsins er að njóta þess.
Sá hefur ekki lifað lengst sem flest hefur ár að baki, heldur hinn sem hefur fundið mest fyrir lífinu.
Það er skaði hversu stutt er milli þess að vera allt of ungur og allt of gamall.
Sá maður sem á sér ekkert innra líf verður þræll ytri aðstæðna.
Öruggasta leiðin til að fá að lifa lífinu eins og við kjósum er að við viðurkennum rétt annarra til þess sama.
Til hvers lifum við, hvaða gagn gerum við heiminum ef við vitum ekki hver við sjálf erum?
Hvernig getum vér lifað betur en með því að létta hver öðrum lífið?
Lífið snýst bara um hugarfar!
Það er auðvelt að lifa með augum lokuð og misskilja allt sem þú sérð...
Ég á ekki von á að ganga lífsleiðina nema einu sinni. Gefist mér tækifæri til að vera góður eða gera samferðamanni mínum greiða, lát mig þá gera það núna, ekki fresta því eða láta það ógert, því ég mun ekki fara þessa leið aftur.
Enjoy life. There's plenty of time to be dead.
Lífið er dýrt og dauðinn þess borgun.
Það þarf ekki harmleik í einkalífinu til þess að við setjum persónuleg sambönd ofar öllu. Ekkert verkefni, skilafrestur eða skínandi eldhús skiptir eins miklu máli og það hve vel við sinnum tengslunum við okkar nánustu.