Raunverulega er enginn manneskja eins sterk og hún lítur út fyrir að vera. Það hljóta allir að finna fyrir veikleika og sá sem ekki finnur fyrir veikleika getur ekki verið mennskur. Mennskan felst í því að skilgreina sjálfa sig. Tilfinningar eins og að kvíða fyrir áður en maður kemur fram eru ofur eðlilegar. Ég var alltaf mjög hrædd og kvíðin að fara upp á svið og þess háttar, halda ræður og fleira, þegar ég var leikhússtjóri. Svo lendi ég í þessu, forseti, ég var pikkuð út fyrir einhverja tilviljun. Svona skiptist lífið upp í períod, alltaf einhver annar sem vekur athygli á mér og svo tek ég ögruninni. Mér var ekki afhent keflið í boðhlaupinu, heldur var því hent í mig.

    Athugasemdir

    0

    Deila