Ljúktu nú upp lífsbókinni
    lokaðu ekki sálina inni.
    Leyfðu henni í ljóði og myndum,
    leika ofar hæstu tindum.

    Svipta burtu svikahulu.
    Syngja aftur gamla þulu
    líta bæði ljós og skugga,
    langa til að bæta og hugga.

    Breyta þeim sem böli valda
    breyta stríði margra alda.
    Breyta þeim sem lygin lamar,
    leiða vit og krafta framar.

    Gull og metorð gagna ekki
    gangir þú með sálarhlekki.

    Ljóðið "Lífsbókin".

    Athugasemdir

    0

    Deila