Upp rennur aftur nýr
ægifagur dagur skýr.
Ef samtaka við erum öll
forðumst læti og frekjuköll,
leggjumst öll á eitt,
óánægju dagsins getum breytt.
Eins og stóra bókin ber
að best er þeim sem hjálpa sér.
Það eina svarið er,
að ætla að breyta sér.
Vandi er að velja úr
vegum, áttum, regn og skúr.
En ef þið sýnið landsins lýð
ljóð ykkar og hugarsmíð,
hugsjónir, hetjudáð.
Þið hegðið ykkur eins og til var sáð.
Þið engan þurfið ofurmann.
Hann inni býr í brjóstsins rann.
Að einum brunni ber
að breyta verður sér.
Upp rennur annar dagur.
Ykkar eigin samviska.